Stórglæsileg skemmtun hjá Gómum tekin upp á æfingu
Sönghópurinn Gómar hefur undanfarin misseri verið að æfa nýja skemmtun, "Siglfirskar Söngperlur" með samansafni af frábærum lögum sem minna á stórbrotna og skemmtilega sögu Siglufjarðar. Gunnlaugur Stefán Guðleifsson hitti þá fyrir á æfingu og tók saman skemmtilegt myndband með nokkrum lagabútum.
Frumflutningur á skemmtuninni verður nú um páskana en laugardeginum 19.apríl munu þeir Gómar stíga á svið í Kaffi Rauðku. Skemmtunin hefst klukkan 21:00 og er forsalan hafin.
Miðaverð 2.500kr með balli á eftir. Óski fólk sér eingöngu að stíga á dansgólfið þá kostar það 1.500kr og hefst í framhaldi af skemmtuninni, um eða fyrir miðnætti þar sem snillingarnir Stulli og hinn Dúinn munu skemmta fólki.
Páska Gómar from Gunnlaugur Guðleifsson on Vimeo.
Athugasemdir