Stórglæsileg skemmtun hjá Gómum tekin upp á æfingu

Stórglæsileg skemmtun hjá Gómum tekin upp á æfingu Sönghópurinn Gómar hefur undanfarin misseri verið að æfa nýja skemmtun, "Siglfirskar Söngperlur" með

Fréttir

Stórglæsileg skemmtun hjá Gómum tekin upp á æfingu

Gómar við Rauðku. Ljósmynd Gunnlaugur Stefán Guðle
Gómar við Rauðku. Ljósmynd Gunnlaugur Stefán Guðle

Sönghópurinn Gómar hefur undanfarin misseri verið að æfa nýja skemmtun, "Siglfirskar Söngperlur" með samansafni af frábærum lögum sem minna á stórbrotna og skemmtilega sögu Siglufjarðar. Gunnlaugur Stefán Guðleifsson hitti þá fyrir á æfingu og tók saman skemmtilegt myndband með nokkrum lagabútum. 

Frumflutningur á skemmtuninni verður nú um páskana en laugardeginum 19.apríl munu þeir Gómar stíga á svið í Kaffi Rauðku. Skemmtunin hefst klukkan 21:00 og er forsalan hafin.

Miðaverð 2.500kr með balli á eftir. Óski fólk sér eingöngu að stíga á dansgólfið þá kostar það 1.500kr og hefst í framhaldi af skemmtuninni, um eða fyrir miðnætti þar sem snillingarnir Stulli og hinn Dúinn munu skemmta fólki. 

 

Páska Gómar from Gunnlaugur Guðleifsson on Vimeo.

Gómar á Rauðku


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst