Strandblaksvöllurinn klár

Strandblaksvöllurinn klár Þá er strandblakið komið á fullt og vafalaust margir sem eru alveg í skýjunum með það. Síðasta sumar var mikil aðsókn í völlinn

Fréttir

Strandblaksvöllurinn klár

Þá er strandblakið komið á fullt og vafalaust margir sem eru alveg í skýjunum með það. Síðasta sumar var mikil aðsókn í völlinn og mikið af myndum sett inn á vefinn sem tengdist strandblakinu. Síðustu ár hefur strandblakið verið í mikilli sókn á Siglufirði, og vafalaust á öðrum stöðum líka og ég er fullviss um að það verði lítil breyting þar á.
 
Ég er allavega alveg ljómandi ánægður með það að búið sé að opna völlinn.
 
Fyrir þá sem vita ekki hvar strandblaksvöllurinn er þá er hann staðsettur á Rauðku-lóðinni.
 
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég tók á strandblaksvellinum í gær.
 
strandblakAnna María er mjög dugleg í strandblakinu.
 
strandblakLíka Hulda Magnúsar.
 
strandblakHelga Eir og Rebekka Rut.
 
strandblakFrá vinstri. Helga Eir, Sólveig Sara, Anna María, Rósa Dögg, Rebekka Rut, Hulda og Anna Hermína situr.
 
strandblakSólveig Sara
 
strandblakGunnar Helgi og Svava Stefanía.
 
strandblakRebekka og Hulda.
 
strandblakSmá hopp.
 
strandblakAnna Hermína og Sólveig Sara.
 
strandblakFeðginin Svava og Sævar að berjast um boltann.
 
strandblakSævar Guðjóns og Silla Guðbrands að fagna sigri. En þess má geta að þau rúlluðu börnunum sínum upp í strandblakinu.
 
strandblakAtli Örn með glæsilega uppgjöf.
 
strandblakSævar kann þetta.

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst