Sumardagurinn fyrsti á skíðum

Sumardagurinn fyrsti á skíðum Siglfirðingar nýttu Sumardaginn fyrsta vel í sumarsól og rjómablíðu. Hvert sem litið var voru Siglfirðingar að njóta

Fréttir

Sumardagurinn fyrsti á skíðum

Siglfirðingar nýttu Sumardaginn fyrsta vel í sumarsól og rjómablíðu.

 
Hvert sem litið var voru Siglfirðingar að njóta veðursins. Margir skelltu sér í göngutúr í góða veðrinu, enn aðrir sátu fyrir framan kaffihús og sjoppur og svo voru margir sem nýttu daginn vel í að ditta að húsum sínum og görðum.
 
Ég skellti mér á skíði í góða veðrinu. Færið var í þyngri kantinum og frekar erfitt að skíða í troðnum brautum. 
 
Núna eru margir sem eru að æfa skíði á Andrésar Andar leikunum á Akureyri og foreldrarnir að sjálfsögðu margir hverjir með þannig að það var með rólegra móti í fjallinu þó svo að þónokkur fjöldi hafi verið á skíðum. Sérstaklega ef maður miðar við skíða-páska vertíðina.
 
Þegar ég kom úr fjallinu um 15:00 þá stóð á bankahitamælinum að það væri 16 stiga hiti.
 
En skíðasvæðið skartaði sínu fegursta og ég náði að smella af nokkrum myndum.
 
skíðasumarÞvílík blíða.
 
skíðasumar
 
skíðasumarBrynjar Guðmunds var hæstánægður í lyftunni.
 
skíðasumarMark Duffield 
 
skíðasumarBrynjar Guðmundsson í miðjunni. Mark Duffield vinstra megin í sólgleraugunum og Hrólfur Baldurs hægra megin í sólgleraugunum.
 
skíðasumarStefán Sigurðsson og Siglufjörður í baksýn. Stefán sem er vanur keppnismaður á skíðum (vanur keppni á Andrésar Andar leikunum) var dolfallinn yfir því hvað skíðasvæðið á Sigló væri dásamlegt.
 
skíðasumarSteinunn, Harpa og Stefán. Harpa er sérstaklega góð í því að renna sér skíðum og á rassinum niður fjallið. 
 
skíðasumarEmma, Ólöf og Steinunn.
 
skíðasumar
 
skíðasumar
 

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst