Sunnudagskaffi með skapandi fólki Alþýðuhúsið á Siglufirði
03.04.2016
Næstkomandi sunnudag 3. apríl kl. 15.30 – 16.30 fjalla
Ari Marteinsson og Sophie Haack um fjölbreyttan feril sinn og ýmis skapandi verkefni sem þau hafa unnið að.
Þau eru bæði með Mastersgráðu í samskiptahönnun frá Kolding School of Design í Danmörku.
Haack_Marteinsson er hönnunarstofa í Árósum sem vinnur með grafíska hönnun, sýningarhönnun, samskiptahönnun og arkítektúr. Haack_Marteinsson samanstendur af þeim Sophie Haack og Ara Marteinssyni, sem stödd eru á Siglufirði til að vinna bók um þverfaglegu samstarfssmiðjuna REITI.
Sophie og Ari hafa unnið margþætt starf, í mörgum löndum, í gegnum árin og má þar helst nefna náttúrulífssýninguna Natur® í Árósum, götusmiðjuna Hands Up! í Hong Kong, skúlptúrinn Heerups Have í Herning og bókina THIS IS X um menningarsvæðið Institut for (X) í Árósum.
Athugasemdir