Svarthvítir karakterar Jóu Halladóttur
sksiglo.is | Almennt | 22.04.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 869 | Athugasemdir ( )
Um páskahelgina var Jóhanna Unnur Haraldsdóttir, eða Jóa
Halladóttir eins og hún kallar sig, með sýningu á verkum sínum í Allanum á Siglufirði.
Fjölmargir lögðu leið sína í Allann til að skoða verkin og ég er bara alls ekki frá því að ég hafi þar augum
litið eitt fegursta listaverk sem ég hef séð. Jú það var nefnilega kallinn sjálfur inn á milli alls konar annarra misvitra og alvitra
sérvitringa sem hafa litað mannlífið á Íslandi og í útlöndunum bæði í leiklist, sönglist og ýmsu
öðru.
Það er óneitanlega svolítið sérstakt að sjá mynd af sér hangandi upp á flottri listaverkasýningu. Frekar átti ég
von á því að gerður væri af mér abstrakt skúlptúr í mýflugumynd sem væri svo hent að sýningu lokinni en
Jóa tók þá ákvörðun að mála karlinn sem var alveg hreint ótrúlegur heiður fyrir mig og verkið alveg þrælflott.
Þarna sá ég svart á hvítu að "listaverka photoshop" svínvirkar alveg hreint ef réttir listamenn nota "málara-photoshoppið" og
það virkar ekki bara til að fegra konur. Kallinn var bara næstum því fallegur á striganum.
Sýningin hjá Jóu hét "Svarthvítir karakterar" og án alls gríns og grobbs þá voru verkin hvert öðru glæsilegra og var
sýningin mjög vel sótt.
Siglfirðingar eru búnir að eignast enn einn listamanninn sem á vafalaust eftir að gera það mjög gott í list sinni og ég hvet ykkur til
að missa ekki af næstu sýningu hjá Jóu.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Haraldur Björnsson
Kristín Sigurjónsdóttir að virða fyrir sér
listaverkin.
2 listakonur. Jóa Halladóttir með pensilinn og Kristín
Sigurjónsdóttir með myndavélina.
Ólafía Anna eða Lóa eins og hún er nú oftast
kölluð á Sigló kom til að virða listaverkin fyrir sér.
Hún hefur hæfileika eins og sést á þessari mynd.
Svo verð ég nú bara að setja þessa mynd inn, ég er bara
svo sjálfhverfur. Hér er mynd af mér við mynd af mér. Sem er alveg stórskemmtilegt.
Jóa Halladóttir.
Athugasemdir