Sveitaferð leikskólans á Sauðanes
sksiglo.is | Almennt | 28.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 392 | Athugasemdir ( )
Fyrir stuttu síðan fór leikskólinn í sveitaferð á Sauðanes.
Sveitaferðin á Sauðanes er orðin árlegur viðburður og börn og
foreldrar skemmta sér konunglega við það að fá að sjá lífið í sveitinni og þau hjónin Jón Trausti og Herdís og
börn þeirra á Sauðanesi eiga heiður skilið fyrir óþrjótandi þolinmæði í þessum skoðunarferðum. Börnin
fá að leika sér og skoða allt sem þau vilja, hvort sem það tengist dýrunum, vélum, verkfærum og öllu því sem fylgir
því að vera bóndi.
Í sveitaferðinni sáu börnin nýfædd lömb, hesta, kanínur,
hvolpa og kiðlinga. Svo var að sjálfsögðu ferðin vel nýtt í það að hoppa í heyið og hlaupa úti á túni.
Veðrið var ekki að skemma fyrir, sól og blíða.
Svo var boðið upp á Svala og Prins Póló sem var nú alls ekki að
skemma fyrir þessu öllu saman.
Sveitaferðin tók 2 tíma og það bókstaflega þurfti að draga
börnin heim, og sum hver voru alls ekki sátt við það að þurfa að fara úr sveitinni. Enda ekki skrítið, frelsið var algjört.
Stórskemmtileg sveitaferð á Sauðanes.
Maggý og Kata.
Toni, Guðmundur Óli og Lína.
Hér eru geiturnar geymdar.
Eiríkur
Veðrið í sveitaferðini var ekki amalegt.
Kamilla og Borgar
Frá vinstri. Guido, Jón Trausti, Hannibal, Óli Biddýjar, Ingvar Erlings og Hrólfur. Þetta er ekki auglýsingamynd fyrir framleiðanda
háreyðingakrema.
Athugasemdir