Sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sunnudaginn 13. apríl
sksiglo.is | Almennt | 11.04.2014 | 10:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 289 | Athugasemdir ( )
Sunnudaginn 13. apríl kl. 15.00 opnar
Guðrún
Þórisdóttir - Garún - sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Lykkjuföll og Skuggadans.
Verkin eru unnin með blandaðri
tækni þar sem vírinn fær hlutverk bleksins í skyssugerð. Hugmyndinn er að vinna verkin á sama hátt og skyssur, en að leyfa skuggunum
sem varpast frá verkunum að fullskapa myndina.
Guðrún
Þórisdóttir - Garún - Fædd í RKV: 1971.
Frumburður föðurs, örverpi móðurs eða með öðrum orðum
frumvarp!
Stundaði nám í Myndlistaskóla Akureyrar 1990-1994, útskrifaðist úr
málunardeild.
Hefur síðan þá starfað að myndlistinni, haldið 20 einkasýningar, og
tekið þátt í ýmsum samsýningum, verið með vinnustofu / Gallerý sl. ár í Ólafsfirði. Starfaði sem gestalistamður
í Gmund Austurríki 1996.
Hlaut menningarstyrk Sjóvá árið 2000, var bæjarlistamaður Fjallabyggðar
árið 2012.
Verk í eigu almennra stofnanna:
Harpa Sjöfn Akureyri
Ólafsfjarðarbær.
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Þormóður -Rammi
Athugasemdir