Teikninámskeið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Teikninámskeið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 8.-12. og 15.-19. febrúar 2016 Kennari Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Börn 8-11 ára kl. 16.00 – 17.00 10

Fréttir

Teikninámskeið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

8.-12. og  15.-19. febrúar 2016

Kennari Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Börn 8-11 ára  kl. 16.00 – 17.00  10 skipti, 10.000 kr. námskeiðið.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hugmyndaflug, skapandi lausnir og þrívídd.

Börn og unglingar 12 – 15 ára.  kl. 17.15 – 18.15.  10 skipti. 10.000 kr. 

námskeiðið

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á frjálsa tjáningu, hugmyndaflug og teikningu með ólíkum verkfærum.

16 ára og fullorðnir kl. 19.30 til 21.30  10 tímar, mánud. miðvikudag, föstudag, mánudag og miðvikudag.  15.000 kr. námskeiðið.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnteikningu, einstaklingsmiðaða kennslu, frjálst flæði og óhefðbundnar aðferðir.

Þátttakendur koma með A3 teikniblokk, HB, 2 HB blýanta og (5 HB  er val ) , gott strokleður, artline svartan penna nr. 0,2 og 0,5. tússliti, stóran tússpenna til uppfyllingar, tréliti eða annað sem vikomani á. Allt annað efni og áhöld eru á staðnum.

Athugið að aðeins er tekið við 10 manns í hvern hóp og að námskeiðin verða ekki haldin ef ekki næst næg þátttaka.

Skráning og nánari upplýsingar fyrir 4. feb. hjá Aðalheiði í síma 865-5091 eða adalheidur@freyjulundur.is eða með skilaboðum á facebook.


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst