Þorrabjórs kynning Seguls og DB í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00

Þorrabjórs kynning Seguls og DB í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00 Segull 67 á Siglufirði og DB hafa tekið höndum saman og framleiða nú þorrabjór sem hefur

Fréttir

Þorrabjórs kynning Seguls og DB í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00

Segull 67 á Siglufirði og DB hafa tekið höndum saman og framleiða nú þorrabjór sem hefur fengið mikið lof fyrir bragð og ferskleika. 

En DB í nafninu á bjórnum er nafnið á Dodda Birgis sem er sonur Bigga Steindórs og Ástu Gunnars og ráku þau meðal annars Aðalbúðina til fjölda ára. Eins og flest allir ef ekki bara hreinlega allir Siglfirðingar vita hefur Doddi verið ansi hreint liðtækur í fótboltanum hjá KF undanfarin ár. 

Doddi eða Þórður Birgisson eins og hann heitir pilturinn er mikill áhugamaður um bjór og fyrir um það bil 2 árum fór Doddi að fikta við það að brugga sinn eigin bjór og er hann að færa framleiðslu sína og pælingar upp á hærra plan í samstarfinu með Segli. 

Á síðasta ári vann Doddi fyrstu verðlaun í bruggkeppni Fágunar(Félag áhugamanna um gerjun), í IPA( India, pale, ale ) flokknum og nú nýlega fékk þessi bjór mjög góða dóma í Fréttatímanum og hér fyrir neðan má sjá það sem sagt var um bjórinn. 

„Meðal annarra velheppnaðra þorrabjóra, að mati dómnefndarinnar, voru IPA Þorrabjór frá Segli 67.

„Hér mætir manni mjög góð lykt af greni og sætu. Hann er ferskur“ 

„Þetta er með ferskari IPA-bjórum sem maður hefur fengið hér á landi“ 

Þorrabjórskynningin verður svo í húsakynnum Seguls á Siglufirði, föstudaginn 20. janúar og byrjar kl. 20.00

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynna sér þessar hreinræktuðu guðaveigar frá Siglufirði.

Hér er svo slóð á facebook síðu viðburðarins. Sjá hér. 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst