Til heiðurs Bjarka Árnasyni
sksiglo.is | Almennt | 30.04.2014 | 23:56 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 487 | Athugasemdir ( )
Þann 3. maí nk. hefði tónlistarmaðurinn- laga og textahöfundurinn Bjarki Árnason orðið níræður.
Af því tilefni verður dagskrá á Ljóðasetrinu á Siglufirði laugardaginn 3. maí kl. 17.00.
Þar munu lög hans, textar og vísur hljóma og sagðar verða af honum sögur.
Ýmsir tónlistar- og sögumenn koma fram og ýmis gögn úr fórum Bjarka verða til sýnis. Afkomendur hans munu fjölmenna og taka
þátt í gleðinni.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ljósmynd. Steingrímur Kristinsson
Mynd við frétt fengin hér : http://157.157.96.74/gamli/skyggnur-1.htm
Athugasemdir