Tiltekt á Bókasafninu
sksiglo.is | Almennt | 20.06.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 596 | Athugasemdir ( )
Fyrir stuttu síðan kom ég við hjá henni Hrönn
Hafþórsdóttur sem er bókasafnsvörður í Bókasafni Fjallabyggðar.
Hrönn er búin að vera að taka til í bókasafninu, þrífa bækurnar og laga til. Búið er að endurraða hillum, laga
barnabókaherbergið og ég veit ekki hvað og hvað. Allt semsagt að verða hið glæsilegasta.
Svo fékk ég að sjá gamlar plötur sem Hrönn fann í tiltektinni sem og Bíó-bækur sem eru líklega síðan Oddur Thor
var með bíóið. Í þær eru skráðar allar sýningar og myndir sem voru sýndar á þessum árum.
Hrönn er að koma upp smá safni með gömlum hlutum sem bókasafnið hefur fengið að gjöf í gegn um tíðina og verður spennandi
að fylgjast með því og það er virkilega gaman að skoða það sem Hrönn hefur fundið.
Hrönn Hafþórsdóttir.
Bíó bókin.
Íslenzkir Tónar.
Barnabókahornið orðið alveg ljómandi fínt.
Glæsilegur Þjóðbúningur. Anna Snorradóttir
saumaði þennan skautbúning og gaf safninu hann til varðveislu.
Skákklukkan á sínum stað, framleidd í
U.S.S.R.
Athugasemdir