Tónleikar fimmtudaginn 9. apríl kl. 21.00 í Alþýðuhúsinu
Richard Andersson bass
Oskar Gudjonsson saxophone
Mathias Hemstock drums
Danski bassaleikarinn Richard Andersson flutti til Íslands síðastliðið haust. Hann hefur tekið drjúgan þátt í starfsemi djassins á Íslandi og starfað með fjölmörgum íslenskum djassleikurum. Í september síðastliðnum kom hann á fót vikulegum djasskvöldum á Hressó á sunnudagskvöldum þar sem rjóminn af íslenskum djassleikurum hefur spilað. Má þar nefna Eyþór Gunnarson, Scott McLemore, Snorra Sigurðsson, Óskar Guðjónssson, Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Einar Scheving, Agnar Má Magnússon, Jón Pál og Jóel Pálsson. Richard hefur tekið upp tónlist og spilað með þekktum alþjóðlegum tónlistarmönnum, meðal annars: Jef (Tain) Wats, George Garzone, Tony Malaby, Bill McHentry, Bob Moses, Jerry Bergonzi, Kasper Tranberg, Anders Mogensen, Dave Liebman og Phil Markowitz.
Nú hefur Richard stofnað sitt eigið tríó með valinn mann í hverju rúmi.
Óskar Guðjónsson saxófnleikari hefur starfað talsvert með bassaleikaranum Skúla Sverrissyni, og er einnig þekktur fyrir þátttöku sína í hljómsveitinni ADHD sem nýlega lauk upptökum á fimmtu breiðskífu sinni. Hann hefur tekið þátt í yfir 300 alþjóðlegum tónleikum í 40 löndum í 5 heimsálfum, með hljómsveitum á borð við Jim Black, ADHD, Mezzoforte, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson duo og Sören Dahl Jeppesen quartet.
Matthías Hemstock trommuleikari hefur á síðustu tuttugu og fimm árum spilað og hljóðritað tónlist með fjölda íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita. Hann nam tónlistarleik í hinum virta háskóla Berkley college of Music í tvö ár, og gekk til liðs við jass- og rokkbraut Tónlistarskóla FÍH þegar hann kom heim árið 1991. Þar hefur hann smitað margan ungan tónlistarmanninn af djassbakteríunni.
Athugasemdir