Tónleikar í Bátahúsinu
Auk þess að vænta má góðrar almennrar aðsóknar á tónleika Steindórs Andersen og Hilmars Arnar Hilmarssonar í Bátahúsinu á föstudag kl. 20.00 – þá er framhaldsskóla- og grunnskólanemendum Fjallabyggðar boðið sérstaklega á tónleikana.
Steindór hefur verið kallaður frægasti kvæðamaður í heimi. Um leið og í því felst svolítil glettni þá er það ekki síður í alvöru sagt. Steindór ferðaðist víða um jarðarkringluna með hljómsveitinni Sigurrós, kom fram á tónleikum hennar og flutti jafnan nokkur kvæðalög við undirleik þeirra Sigurrósarmanna – af því öðlaðist hann fræg.
Með þessu boði vill framkvæmdastjórn Landsmóts kvæðamanna kynna ungu fólki hinn dásamlega þjóðlagaarf okkar og eru allir nemendur í Fjallabyggð, hvort sem þeir eru í verkfallsfríi eða ekki, hvattir til að mæta á tónleikana. Bent skal á að 12 ára börn og yngri verða að vera í fylgd fullorðinna.
Athugasemdir