Tónleikar í Siglufjarðarkirkju í dag
sksiglo.is | Almennt | 17.05.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 232 | Athugasemdir ( )
Söngsveitin Fílharmónía með tónleika í Siglufjarðarkirkju
Kórinn er að undirbúa sig undir kórakeppni í Llangollen, Wales, í júlí næstkomandi og verður því svipuð
efnisskrá flutt á tónleikunum og verða í keppninni.
Á efnisskránni, sem er býsna fjölbreytt, eru bæði íslensk og erlend verk, svo sem eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo, Randall Z. Stoope,
Báru Grímsdóttur, Gunnstein Ólafsson og Þóru Marteinsdóttur (sem syngur einmitt með kórnum) svo fátt eitt sé
nefnt.
Sjá nánar hér.
Athugasemdir