Tónlistardagurinn í leikskólanum
sksiglo.is | Almennt | 17.03.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 300 | Athugasemdir ( )
Síðastliðinn föstudag var tónlistardagur í leikskólanum
Leikskálum.
Ég hafði samband við Vibekku Arnarsdóttur og hún sendi okkur smá
upplýsingar um tónlistardaginn. Sigrún Sigmundsdóttir sendi okkur svo myndirnar.
Hjá krökkunum á Stjörnudeild komu börn með hljóðfæri
að heiman sem voru mjög fjölbreytt. Gítar, píanó, blokkflauta og harmonikka. Einnig voru þau svo heppin að fá tríóið
Diddu og dúllukarlana (Andra, Danna og Hófý) til að koma til þeirra og spila fyrir þau og syngja.
Að sjálfsögðu fengu börnin að taka þátt og var þetta
mjög skemmtileg tónlistarstund.
Stjörnudeildin er deild fyrir elstu börnin í leikskólanum og er þeirra deild
staðsett í neðra skólahúsi.





Athugasemdir