Umhverfisátak við hafnirnar

Umhverfisátak við hafnirnar Á fundi hafnarnefndar síðastliðinn fimmtudag var ákveðið að ganga að kaupum á vefmyndavélum til að vakta hafnarsvæðið á

Fréttir

Umhverfisátak við hafnirnar

Vefmyndavél sigló.is
Vefmyndavél sigló.is

Á fundi hafnarnefndar síðastliðinn fimmtudag var ákveðið að ganga að kaupum á vefmyndavélum til að vakta hafnarsvæðið á Siglufirði í þeim tilgangi að bæta umgengni á svæðinu. Þá hefur hafnarstjóra einnig verið falið að leita eftir verðum fyrir vefmyndavélar á hafnarsvæðið í Ólafsfirði. 

Tilboð bárust frá tveimur aðilum sem báðir buðu uppá tvo verðkosti en ákveðið var að ganga til samninga við Securitas, lægstbjóðanda í tilboðinu. Securitas sinnir nú þegar mörgum fyrirtækjum á svæðinu bæði hvað varðar brunakerfi og innbrotakerfi sem og öryggismyndavélar. 


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst