Ungliðarnir í Björgunarsveitinni Strákum
Ungliðarnir í Björgunarsveitinni Strákum eða Smástrákar eins og ungliðarnir kalla sig hafa verið duglegir að æfa sig.
Klifurveggurinni í björgunarsveitahúsinu hefur verið vel nýttur ásam því að sigið hefur verið niður úr
olíutönkunum á SR-svæðinu.
Eins og sést á myndunum sem fylgja umfjölluninni hefur björgunarsveitarfólk verið duglegt að kenna krökkunum og miðla af sinni reynslu.
Magnús Magnússon eða Maggi í SR lét okkur hafa þessar myndir og Maggi ætlar að lofa okkur að fylgjast nánar með ungliðunum í
framtíðinni og þeim verkefnum sem krakkarnir takast á við.
Björgunarsveitirnar eru algjörlega lífsnauðsynlegar í bókstaflegri merkingu og því nauðsynlegt að hafa gott og öflugt ungliðastarf
ásamt öllu öðru starfi björgunarsveitanna.
Flottir krakkar sem fjallabyggð á og hörkuduglegir.
Hér er verið að síga niður af tankinum.
Hér er líklega verið að fara yfir málin
áður en klifurveggurinn er prufaður.
Krakkarnir tilbúnir fyrir klifurvegginn.
Klifurveggurinn.
Maggi að fara yfir græjurnar.
Athugasemdir