Uppskerutónleikar vegna Nótunnar
sksiglo.is | Almennt | 21.02.2014 | 06:00 | Fróði Brinks | Lestrar 366 | Athugasemdir ( )
Tónskólinn í Fjallabyggð hélt uppskerutónleika vegna Nótunnar í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í
gær.
Glæsilegur hópur sem stundar nám við tónskólann komu fram og var leikið á píanó, fiðlu og einnig sungið.
Þrjú atriði voru valin til að koma fram í Hofi á Akureyri þar sem tónskólar á Norðurlandi munu berjast um að komast í
lokakeppnina sem fram fer í Hörpunni í Reykjavík.
Voru það þær Sæunn, Celina og Ronja sem fara í Hofið og verða okkar fulltrúar.
Athugasemdir