Úrslit á Segull 67 strandblaksmótinu
sksiglo.is | Almennt | 02.07.2016 | 10:00 | Siglo.is | Lestrar 853 | Athugasemdir ( )
Flottu Segull 67 karlamóti í strandblaki lauk um ellefu leytið í gærkvöldi en mótið heppnaðist mjög vel enda veður gott.
Sjö lið tóku þátt á mótinu í einni deild og sáust mörg glæsileg tilþrif á mótinu.
Sigurvegarar mótins urðu þeir Arnar Már Sigurðsson og Þorvaldur Þorsteinsson en þeir gerðu góða ferð frá Akureyri til að taka þátt.
Strandblaksnefndin vill þakka fyrirtækinu Segull 67 fyrir stuðninginn og öllum keppendum fyrir þátttökuna.
Sigurvegarar mótsins. Þorvaldur og Arnar.
Athugasemdir