Vind-mynd-band 14. mars
sksiglo.is | Almennt | 16.03.2015 | 00:15 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 660 | Athugasemdir ( )
Hér er enn eitt vind-myndbandið.
Ég hef reyndar ekki séð neitt vind-myndband frá Sigló enn sem komið er
en þó gætu hæglega verið einhver svoleiðis myndbönd á samfélagsmiðlunum og jafnvel á norðlægum miðlum.
En hér er allavega eitt örstutt myndband sem sýnir að einhverju leyti þennan
"lauflétta andvara" sem kom við á Sigló 14. mars.
Hér má sjá björgunasveitarmenn úr Björgunarsveitinni Strákum
á Siglufirði huga að Steina Vigg og fleiri bátum. Gám sem fauk í sjóinn og Halldór Hafsteinsson þar sem hann gengur á móti
vindinum hjá Thora horninu. En þess má geta að það þarf að vera töluverð gola til þess að feykja honum Halldóri vini mínum
til. Hann minnti mig óneitanlega á indjána á gresjum Ameríku þar sem hann kemur gangandi með hárið flaksandi fyrir hornið.
Kúrekarnir hefðu bara ekki haft roð í svona testósterone-naut sem maðurinn er.
Og ég mæli með því að þið hækkið í
græjunum þegar þið horfið á myndbandið því Karlakór Siglufjarðar syngur alveg listavel undir. Ég tek það fram að
ég var ekki í kórnum þegar þetta var tekið upp og þar af leiðandi hljómar þetta örugglega svona vel.
Hér eru svo nokkrar myndir sem Guðmundur Gauti hjá skoger.123.is tók í
gær og svo auðvitað hjá Steingrími Kristins
Hér er svo bein slóð á myndbandið á youtube.
Athugasemdir