Vodafone og Raffó gangsetja 4G á Siglufirði
Á dögunum var kveikt á 4G sendi Vodafone á Siglufirði en þar með bætast Siglfirðingar og gestkomandi á þessum slóðum í hóp þeirra sem geta nýtt sér háhraðanetsamband Vodafone. Vonast menn til að bætt þráðlaust netsamband auki enn á aðdráttarafl hins fagra ferðamannabæjar. Allt sem til þarf er 4G sími semstyður 800MHz tíðniband eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.
Flestir muna eftir fyrstu kynslóð farsíma, þ.e. gömlu bílasímunum, betur þekktum sem NMT. Í kjölfarið fylgdi önnur kynslóð eða 2G, betur þekkt sem GSM, sem hefur reynst landsmönnum vel og 3G þar á eftir. Með 4G býðst mun hraðari nettenging en þekkist fyrir á 3G.Viðskiptavinir Vodafone njóta einnig mjög góðs GSM sambands frá Siglufirði, gegnum Almenninga og inn í Fljót en Vodafone er eina fjarskiptafélagið með GSM sendi við Sauðanes. Með haustinu mun fyrirtækið einnig bæta við GSM sendi við Skeiðfossvirkjun í Fljótum.
Vodafone hefur sett upp fjölda nýrra 4G senda víðsvegar um land það sem af er ári og er félagið leiðandi í 4G uppbyggingu á Íslandi. Auk Siglufjarðar veitir Vodafone 4G þjónustuna nú einnig í Eyjafirði og Skagafirði af nærliggjandi byggðarlögum, auk þess sem 4G samband næst nú á Egilsstöðum, Húsavík, í helstu sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og í Borgarfirði, auk höfuðborgarsvæðisins.
Það var starfsmaður Raffó, Agnar Þór Sveinsson sem sá um uppsetningu 4G sendisins á Siglufirði, í félagi við starfsmann Vodafone. Vodafone þakkar Raffó og Agga kærlega fyrir þeirra framlag.
Agnar Þór Sveinsson starfsmaður Raffó.
Athugasemdir