Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og sunnudaginn

Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og sunnudaginn Svissneskur ljósmyndari, Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og

Fréttir

Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og sunnudaginn

Mynd / Walter Huber
Mynd / Walter Huber

Svissneskur ljósmyndari, Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og sunnudaginn 30. og 31. júlí.  

Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúruljósmyndara árið 2015 og var jafnframt valinn ljósmyndari ársins þar á bæ. 

Viðfangsefni sýningarinnar eru ljósmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Walter og Ruth eiginkona hans eru sannkallaðir Íslandsvinir en þau hafa sótt landið heim ellefu sinnum frá aldamótum og dvalið hér í samtals 23 mánuði á þeim tíma og Walter verið iðinn með ljósmyndavélina. 

Myndir Hubers verða sýndar á skjá yfir helgina, hver syrpa spannar um 20 mínútur

Saga Fotografica er að Vetrarbraut 17 á Siglufirði. 

 

Opnunartími er  frá kl. 13 til 16 alla verslunarmannahelgina og heitt kaffi á könnuni. 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst