Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og sunnudaginn
Svissneskur ljósmyndari, Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica laugardaginn og sunnudaginn 30. og 31. júlí.
Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúruljósmyndara árið 2015 og var jafnframt valinn ljósmyndari ársins þar á bæ.
Viðfangsefni sýningarinnar eru ljósmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
Walter og Ruth eiginkona hans eru sannkallaðir Íslandsvinir en þau hafa sótt landið heim ellefu sinnum frá aldamótum og dvalið hér í samtals 23 mánuði á þeim tíma og Walter verið iðinn með ljósmyndavélina.
Myndir Hubers verða sýndar á skjá yfir helgina, hver syrpa spannar um 20 mínútur
Saga Fotografica er að Vetrarbraut 17 á Siglufirði.
Opnunartími er frá kl. 13 til 16 alla verslunarmannahelgina og heitt kaffi á könnuni.
Athugasemdir