,,Réttlæti"

,,Réttlæti" Hvaða réttlæti er í því að velta þessu yfir á skattgreiðendur?  Þegar hefur ríkið sett 280 miljarða til að greiða

Fréttir

,,Réttlæti"

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Hvaða réttlæti er í því að velta þessu yfir á skattgreiðendur?  Þegar hefur ríkið sett 280 miljarða til að greiða niður peningamarkaðsjóði, án þess að útskýra það fyrir þjóðin og hvað réttlæti slíka greiðslu.

Málið er einfalt.  Þetta snýst um viðskipti þeirra sem lögðu peningana sína inn á þessa sjóði og Landsbankans.  Þarna var fólki lofað ávöxtun sem engin fótur var fyrir og það sama fólk tók mikla áhættu í þeim viðskiptum.  Þetta fólk verður að bera ábyrgðina en ekki velta henni yfir á skattgreiðendur sem eru þegar beygðir undan ofurbyrðum.

Það er ljóst að bankarnir, Landsbankinn sérstaklega, fóru offari í að bjóða þessa peningamarkaðssjóði sem ávöxtun.  Það gat hinsvegar verið augljóst að engin fyrirtæki gætu greitt þessa vexti í framtíðinni og sögulega séð eru slíki vextir ekki raunhæfir.  Þeir viðskiptavinir bankana sem lentu í þessu eiga alla samúð bloggara, en verða að bera ábyrgðina sjálfir.  Undirritaður mun áfram spyrja stjórnmálamenn hvers vegna ríkisstjórnin ákvað að greiða niður tap þessara sjóða.  Ekkert réttlæti er í því.


mbl.is Réttlæti.is fundar með saksóknara

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst