"Þegar þú ert dauður"

"Þegar þú ert dauður" Gamli komminn Jón Baldvin Hannibalsson skrifar eina f langlokum sínum í Baugstíðindi dagsins.Ég reyndi að koma auga á hvaða Jón

Fréttir

"Þegar þú ert dauður"

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

Gamli komminn Jón Baldvin Hannibalsson skrifar eina f langlokum sínum í Baugstíðindi dagsins.Ég reyndi að koma auga á hvaða Jón væri  að fara. Sérstaklega af því, að á velmektarárum sínum þóttist Jón vera frjálslyndur hagfræðingur sem tryði á markaðsbúskap. Þó ég myndi vel eftir kommanum Jóni í MR, þá trúði ég því lengi að hann hefði vitkast með árunum. Hvað hefur síðar gerst veit ég ekki, þar sem ég er löngu hættur að trúa því að Jón eða flokkur hans færi mér neitt nýtilegt. Þvert á móti hef ég fátt nema kárínur hlotið af flokki hans í bráð og lengd.

Hvernig hugsar Jón núna? Tökum dæmi:“ Hin alþjóðlega fjármálakreppa átti uppruna sinn í Bandaríkjunum.Hún er bein afleiðing af þeirri hugmyndafræði sem bjó að baki efnahagsstefnu Bush-stjórnarinnar. Þessi stefna hefur verið kennd við blinda markaðshyggju (e. market fundamentalism). Hún lýsti sér í oftrú á getu markaðarins til að leysa öll vandamál og hins vegar á vantrú á getu lýðræðislega kjörins ríkisvalds til að hafa mótandi áhrif á efnahagsstefnuna. “

Þeir sem hafa einhverja nasajón af Bandaríkjunum  vita sem er þetta er grunntónninn í bandarísku samfélagi. Hefur ekkert með þessa kreppu frekar en þær fyrri að gera.  Bush fann þetta ekki upp. Hún hefur verið við lýði í hundruð ára. En Bandaríkin vita að frelsi fylgir ábyrgð og þeir sem brjóta traustið fá að gjalda þess með hörku.

Hann heldur áfram með málsgreinina:“ Þetta þýddi í verki  hömlulausa einkavæðingaráráttu, afnám reglusetningar og eftirlits með starfsemi fjármálamarkaða, áhættufíkn og ofvöxt fjármálakerfisins og skattaívilnanir til fjármagnseigenda, en allt þetta ýtti undir sívaxandi ójöfnuð og félagslegt óréttlæti með þeim þjóðum, þar sem þessi stefna var ráðandi. “

 

Jón  ætlar að  lýsa Bandaríkjunum þarna en ekki Íslandi en það slær útí fyrir honum og hann fer að yfirfæra þetta á aðrar þjóðir enda er hann löngu komin útfyrir bandarískan veruleika þegar þarna er komið sögu. Hvar er einkavæðingarárátta í Bandaríkjunum sem voru einkavædd fyrir ? Ég held að það sé langt þangað til að Íslendingar taki óreiðumenn sína sömu tökum og Bandaríkin taka sína. Þar er beitt hörku við glæpamenn. Hér félagslegum úrræðum frekar en fangavist.

 

 Svo kemur gamli komminn  fram á sviðið og hefur nú engu gleymt frá því MR : “Auðklíkurnar, sem settu Ísland á hausinn á sex árum, athöfnuðu sig í pólitísku skjóli Sjálfstæðisflokksins. Forysta Sjálfstæðisflokksins var undir sterkum áhrifum amerískrar nýfrjálshyggju og deildi auk þess andúð á Evrópusambandinu með hinum bresku arftökum Thatcher. Eftir á að hyggja virðast þær hafa starfað samkvæmt formúlunni um "að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga banka".   

Svaka er þetta sniðugt og fyndið.Hvað veit Jón eiginlega um Sjálfstæðisflokkinn ? Hvenær hefur hann komið þar inn fyrir dyr ? 

Síðan hvenær eru Finnur Ingólfsson, Ólafur  Ólafsson,Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Björgólfur Thor Björgólfsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Gunnlaugur Sigmundsson, Bakkavararbræður, Wernerssynir, Wessmann sfrv.í sérstöku skjóli Sjálfstæðisflokksins ?  Ef Jón hefði setið landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefði hann ekki séð þessa menn þar.

 

 

Miklu fremur hefur flokkur Jóns þegið sitt lifibrauð af Baugsfjölskyldunni . Þó að Jón sjálfur hafi komist á framfæri íslenzka ríkisins fyrir góðmennsku Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddsonar sem gerð hann að sendiherra þegar þeir gátu ekki lengur haft hann í Samfylkingunni. Væri þetta einhver málsmetandi maður en ekki  pópúlistinn  Jón Baldvin   sem talaði, hefði ég talið þetta móðgun við þá 1700 fulltrúia sem sátu á síðasta landsfundi flokksins.

 

 

 Jón heldur áfram:“Klíkuveldið birtist m.a. í því að sumir af bankastjórunum voru í pólitísku fóstbræðralagi við forstöðumann fjármálaeftirlitsins, þar sem þeir ólust upp í pólitískum ungliðasamtökum Sjálfstæðisflokksins við Háskóla Íslands. Kerfinu er m.ö.o. falið að rannsaka sjálft sig. Það er ekki trúverðugt. Það hefur orðið alger trúnaðarbrestur milli almennings í landinu og stjórnmálaforystunnar."

 Ég man nú varla eftir öðrum bankastjórum á landsfundi en Pétri Sæm og  Höskuldi Ólafssyni, Fáir  útrásarbankastjórar vermdu þar bekkina eftir því sem ég man best.Jónas Jónsson kom sem sannleiksleitandi ungur maður og varð ekki verri af.

Svo kemur rúsínan:“Kerfið virkar ekki. Þjóðfélagssáttmálinn er rofinn.”

Með öðrum orðum: Markaðshagkerfið virkar ekki. Þjóðfélagið er hrunið. Þjóðfélagssáttmálinn er rofinn !

Hvað á að taka við ? Norrænn Sósíalismi, kommúnismi á rauðu ljósi eins og það hét hjá þeim fóstbræðrum ?

Sáttmálinn er rofin þegar glæpamenn ganga lausir og öllum er sama, Þar er ég sammala Jóni Baldvin .

“Sérstakarn ráðstafanir verði gerðar til að tryggja Íslandi eðlilegan aðgang að erlendu fjármagni í uppbyggingarstarfi”

Samfylkingin ætlar að byggja upp norrænt velferðarkerfi á Íslandi. Það á greinilega að gera með aðkomnu fjármagni= lánsfé. Önnur uppbygging er ekki í augsýn í boðuðu stóriðjustoppi ríkisstjórnarflokkanna. Það þarf engin lán í framkvæmdir þegar engar framkvæmdir er á döfinni. Þeir vilja bara slá lán til að eyða. Alveg eins og allar vinstristjórnir á undan þessari.

Þeir krefjast lána og meiri lána í gjaldeyrissjóði Seðlabankans. Þeir segjast ekki ætla að eyða þeim heldur bara að eiga þá í varasjóði.

Ekki trúi ég þeim. Aukin velferð kostar meiri peninga en Ísland á til. Við getum ekki borgað núverandi velferð þó að við hagræðum og spörum sem er sífellt á dagskrá en tekst aldrei.  Kratíska kerfið islenzka er hrunið.  Sérstaklega  algerlega í grunn ef Jón ætlar að borga Icesave til að þjónkast ESB sem hann dýrkar ofar öllu. Þaðan á hans hjálpræði og islenskra bitlingakrata að koma. Við hin eigum bara að borga meira. Sigurður Líndal skrifar í sama blað nýlega og áréttar að lagastoðina vanti fyrir því að okkur beri nokkur skylda til að borga Icesave. Skuldir óreiðumanna, sem við berum ekki ábyrgð á. Hver segir að við verðum bara að borga ? Það eru til aðrar leiðir.Hví skyldi ekki vera  hægt að bjóða ESB bara byrginn ? Fá heldur lánalínu til Kína og Rússlands?  Bara segja við borgum ekki nema það sem okkur hentar og við getum. Og hananú!Eru  þessir vinur okkar í ESB ákveðnir í að vera það ekki nema við fremjum sjálfsmorð fyrir þá fyrst ?

“Það skal ég gera  þegar þú ert dauður” sagði Gizur jarl við Þórð Andrésson þegar hann bað hann fyrirgefningar á banatilræðum sínum við jarlinn og þegar Gisur úrskurðaði að hann skyldi högginn fyrir. Er hjálp og samhugur bræðraþjóðanna til Íslendinga, nema Færeyinga, bundin einu litlu skilyrði ?

 Íslendingur; við fyrirgefum þér af  öllu hjarta:

"Þegar þú ert dauður "

Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst