Á leiðinni á Ólympíuleikana!

Á leiðinni á Ólympíuleikana! Eins og alla aðra íþróttamenn hefur mann alltaf dreymt um að komast á Ólympíuleikana og nú er draumurinn að rætast, lengi

Fréttir

Á leiðinni á Ólympíuleikana!

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Eins og alla aðra íþróttamenn hefur mann alltaf dreymt um að komast á Ólympíuleikana og nú er draumurinn að rætast, lengi von á einum. Eins og ég sagði ykkur frá hér á síðunni fyrir jólin hefur einn iðkandi minn í frjálsum íþróttum verið valinn til að keppa á Special Olympics í Aþenu í sumar og nokkrum dögum eftir að hann var valinn var ég tilnefndur sem annar frjálsíþróttaþjálfarinn til að fara með hópnum.Það er að sjálfsögðu ekki hægt að segja nei við svona stórkostlegu tilboði, þó það riðli áformum um opnun Ljóðaseturs, sumarfrísplönum fjölskyldunnar og geri það að verkum að maður missir af Baunahátíð á Bíldudal í fyrsta sinn, en nei, maður segir ekki nei við svona tilboði.  Þetta er frábært tækifæri á allan hátt og þá ekki síst að fá að fylgja honum Sigurjóni, sem ég hef verið að þjálfa, alla leið á stóra sviðið og ekki skemmir fyrir að leikarnir eru haldnir í "mekka" Ólympíuleikanna, Aþenu sjálfri, þar sem Ólympíuleikar nútímans hófu göngu sína árið 1896.  Íslensku keppendurnir verða 38 talsins og keppa í 8 greinum, þeim fylgir 15 manna fylgdarlið þjálfara og fararstjóra.  Ferðin mun taka heila 15 daga, frá 20. júní til 5. júlí.  Nánari fréttir af þessum stórviðburði þegar nær dregur.

Sigurjón með þjálfaranum sínum (Mynd af Siglfirðingur.is)


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst