Að loknum Landsfundi
Landsfundur tekur eindregna stöðu með Reykjavíkurflugvelli og þýðingu hans fyrir höfuðborgina á þeim stað sem hann er og í þeirri mynd sem hann er nú. Landsfundur sýndi sig að sýna hlutverki vallarins fullan flugtæknilegan skilning sem varavöllur fyrir alþjóðaflug. Hann áttar sig á því að Reykjavíkurflugvöllur verður þarna áfram sem miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs. Allt tal um stórsjúkrahús í Reykjavík er samofið tilvist vallarins. Allar aðrar skipulagshugmyndir verða að víkja fyrir skynseminni og talnaturnar sem reistir hafa verið í óraunsæi ýmsra frammámanna í reykvískum stjórnmálum eru hrundir til grunna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir áttaði sig á því, að hún kæmist hvergi á Landsfundinum með því að taka undir fjandskap við tilvist Reykjavíkurflugvallar, sem Gísli Marteinn er helstu samnefnari fyrir. Málflutningur Gísla Marteins um að landsfundur væri í mótsögn við sjálfan sig þegar hann blandaði sér í skipulagsmál sveitarfélags með þessum hætti hafði ekki áhrif til þess að lina afstöðu landsfundarfulltrúa.Var ótrúlegt að verða vitni að eindreginni afstðu fundargesta í þessu máli.
Bjarni Benediktsson var kosinn formaður með 55 % atkvæða á móti 44 % atkvæða Hönnu Birnu.Tæplega annar hver landsfundarfulltrúi treystir Hönu Birnu betur en Bjarna Benediktssyni. Hefðu aðeins 76 landsfundarfulltrúa af rúmum þrettánhundruð breytt nafninu á atkvæðaseðlinum hefði Hanna Birna sigrað. Svo knappt var þetta
Þetta lýtur að vera Bjarna mikil aðvörun um að hann verði bæði að vanda sig og leggja sig enn meira fram til að vinna sér inn aukið traust flokksmanna. Sem hann getur hægleg svo vel gerður maður til munns og handa.
Hanna Birna átti auðvitað undir högg að sækja þar sem hún er ekki þingmaður og fundarmenn margir komu ekki auga á það hvernig formaður flokksins gæti verið utan þings svo vel sé. Hönnu verður ekki skotaskuld úr því að breyta þessu í næstu kosningum hvenær sem þær verða. Hún er og verður stærð sem ekki er auðveldlega litið framhjá í pólitík.
En eins og Ólöf Nordal varaformaður orðaði það, þá kom tími Jóhönnu svo sannarlega í íslenskum stjórnmálum. En það sem verst væri, að í huga okkar ætlaði honum bara aldrei að ljúka og engar kosningar væru í augsýn. Ólöf hlaut svo yfirburðar kosningu í embætti varaformanns.
Davíð Oddsson sem ávarpaði fundinn óvænt við mikinn fögnuð sagði einhvernvegin, að norræna velferðin sem stjórnin hefði lofað að færa Íslendingum væri í reynd sú sú að fara með "Norrænu" á vit velferðarinnar á Norðurlöndum. Og fleira sagði Davíð í gamni og alvöru. Hann er og verður fremstur meðal jafningja í Sjálfstæðisflokknum fyrir leiftrandi fjör og persónutöfra sína. Þar sem hann kemur gerist yfirleitt eitthvað.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsti sig reiðubúinn að berjast gegn skuldavanda heimilanna með ráðum og dáð. Hann lofaði að aflétta öllum sköttum sem vinstri stjórnin hefði hækkað og fundið upp sem nýja. Hann lofaði að vinna að atvinnusköpun umfram allt, beisla orkulindirnar og NÝTA TÆKIFÆRIN eins og var yfirskrift fundarins. Hann trúir því að aukin atvinna muni færa ríkinu meiri skatta en sem nemur lækkun gjaldanna. Þar liggur munurinn á stjórnlyndi og frjálslyndi.
Það verður nóg af fýlupúkum í Sundlaugunum og öðrum förnum vegum svo og á samanlögðum fjölmiðlum landsins til að rakka allt þetta niður og reyna að gera alla þessa viðleitni landsfundarfulltrúa fyrirlitlega og fábjánalega. Þetta munum við Sjálfstæðismenn sem lögðum á okkur að vinna að tillögum landsfundar,þola og svara fullum hálsi. Fundur okkar snéri að því að reyna að leysa vandamál, -ekki landsfundarfulltrúaanna eða félaga í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega, heldur landsmanna allra. Sjálfstæðismenn trúa á þjóðina, landið okkar Ísland, Sjálfstætt Ísland eins og nafn flokksins okkar ber með sér, og teljum hagsmunum þess, nú sem fyrr, betur borgið utan ESB
Sjálfstæðisflokkurinn vill sækja fram og bæta böl. Það eru skilaboðin frá þessari samkomu í Laugardalshöll. Því það er sagt að ætíð sé betra að veifa röngu tré en öngu og má eiga við þá sem láta dæluna ganga og allt vilja rakka niður í forina sem tengist Sjálfstæðisflokknum. Ríkisstjórnin hefur ekkert tré á loft, aðeins njólarætur og þöngulhausa sem ekkert verður á byggt.
Sjálfstæðisflokkurinn er leiður yfir því virðingarleysi sem Ríkisstjórnin sýnir því góða fólki í Evrópubandalaginu með því að halda áfram viðræðum við það eins og allt sé í stakasta lagi. Sjálfstæðismenn þola ekki slíkt og vilja gera hreint borð og segja við viðsemjendurna, að best sé að fresta frekari viðræðum meðan þjóðin gerir upp við sig hvað hún vilji sjálf.Það er þjóðin sem á síðasta orðið.
Kosningar er krafa Sjálfstæðisflokksins. Fyrr fær þjóðin ekki viðnám fyrir krafta sína til að NÝTA TÆKIFÆRIN.
Það er boðskapur Landsfundar Sjálfstæðisflokksins til þjóðarinnar.
Athugasemdir