Aðvörun!!
sksiglo.is | Rebel | 17.03.2014 | 17:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1082 | Athugasemdir ( )
Við ætlum að minna aðeins á okkur. Við sjálf. Við á Siglo.is. Þess vegna stendur Aðvörun!! hér fyrir ofan, vegna þess að við ætlum að minna á okkur sjálf.
Við ætlum að minna á Karma og Rebel dálkana á Siglo.is.
Þangað setjum við oft inn aukafréttir, skemmtileg myndbönd o.sv.fr. sem kemur
ekki alltaf á forsíðu hjá okkur.
Við vonum að með þessum dálkum getum við gert vefinn ennþá
skemmtilegri og við bjóðum ykkur að senda okkur slóðir á skemmtileg myndbönd, skemmtilegar og óvenjulegar fréttir o.sv.fr.
Ástæðan fyrir því að við setjum ekki allar fréttir í þessum dálkum á forsíðu er sá að þetta eru oft
umfjallanir sem tengjast ekki Siglufirði eða Tröllaskaga beint, heldur einfaldlega bara til að hafa meiri fjölbreitni á síðunni og tilraun til að reyna
að gera hana skemmtilegri fyrir ykkur.
Myndbönd og aðrar skemmtilegar fréttir sendist á sksiglo@sksiglo.si
Einnig er hægt að senda á okkur myndbönd og myndir sem þið viljið koma
á framfæri.
Kv. Sigló.is-teymið
Athugasemdir