Af tæknilegum ástæðum !

Af tæknilegum ástæðum ! Þegar Sovétmenn byrjuðu að setja upp skammdrægar eldflaugar á Kúbu árið 1962 varð John F. Kennedy að taka einhverja stærstu

Fréttir

Af tæknilegum ástæðum !

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
Þegar Sovétmenn byrjuðu að setja upp skammdrægar eldflaugar á Kúbu árið 1962 varð John F. Kennedy að taka einhverja stærstu ákvörðun, sem nokkur maður hefur tekið. Að segja við Kruschev:  Hingað og ekki lengra. Bandaríkin eru tilbúin að leggja á sig hvaða harðræði sem er, færa hvaða fórn sem er,  ef þið ekki farið burt með árásarflaugar ykkar frá Kúbu.

Ég var staddur í Þýzkalandi þennan dag 22.október 1962,  þegar heimurinn allur stóð á öndinni. Annaðhvort létu Sovétmenn undan eða kjarnorkustríð myndi  hefjast. Fólk var sem lamað. Enginn vissi hvað framundan væri. Heimsendir gat verið í nánd.

 

Hvað þarf til að lýðræðisþjóð sýni slíka  hroðalega einbeitingu?  Hvað er í veði ?

 

Brennuvargarnir eru fluttir inn í húsið og Bidermann telur betra að láta undan svo lengi sem það gengur.  En hversu lengi gengur það ?  Hvenær er nóg komið ?

 

Bandaríkin áttu um það að velja að verða undir Sovétmönnum , verða að hlýða þeirra boðum og bönnum  á heimsvísu undir ógn um tortímingu frá Kúbu, sem þeir myndu ekki geta svarað. Gætu ekki varið þegna sína. Gætu þar með ekki varið þjóðfélagið í landi sínu. Herforingjarnir kröfðust heimildar til skyndiatlögu. Kennedy vildi setja á hafnbann fyrst og reyna nauðasamninga.

 

Bandaríkjamenn ákváðu að semja ekki við brennuvargana um áframhald vistarinnar í húsi Bidermanns.  Það féll í hlut Johns F.Kennedy að færa fram þau skilaboð fram við Sovétmenn. Sjálfsagt hafa verið margir Bandaríkjamenn sem voru ekki á sama máli og ríkisstjórnin þennan dag. En svona varð þetta.

 

Einhverntíman er nóg komið og menn verða að vera reiðubúnir að færa allar fórnir, þola allar hörmungar til þess að geta lifað í sátt við sjálfa sig og framtíð þjóðarinnar. Það er sjálfsagt enginn, sem vill þurfa að taka svo stórar ákvarðanir sem voru teknar  í Kúbudeilunni. En samningar voru gerðir, Kúbuflaugarnar voru fluttar á brott og flaugarnr í Tyrklandi fóru líka svo lítið bar á.

 

Það vill sjálfsagt enginn þurfa að taka ákvarðanir sem skipta sköpum fyrir alla manns framtíð og afkomenda í marga ættliði. En þeir tíma kunna að koma að ekki verður undan litið. Ekki verður lengur litið til stundarhags og þæginda. Menn hafa frá mismiklu að hverfa í veraldlegum gæðum úr þessum heimi. An arfur þjóðar er allra sameign án tillits til efnahags. Honum getur enginn einn maður ráðstafað sér í hag eða hugsjóna sinna. Ekki heldur minnihlutahópar.

 Þessvegna spyr ég mig hvort lýðræðiskerfi Íslands sé með þeim hætti, að það geti tekist á við hlutverk sitt ? Mér er til efs að svo sé. Tæknilega tel ég að kerfið sé í sjálfu sér of sundurþykkt.    

Mín skoðun er orðin sú, að við þurfum við að breyta stjórnkerfi okkar og stjórnarskrá með  bandaríska fyrirmynd í huga. Forseti okkar og þjóðhöfðingi verði æðsti embættismaður landsins, kjörinn af meirihluta landsmanna að franskri fyrirmynd. Hann myndi ríkisstjórnina og fái víðtæk völd sem varða þjóðaröryggi og frelsi þjóðarinnar.

 

Þannig held ég að Íslendingum muni betur farnast en raun ber vitni, þegar litið er yfir sögu lýðveldisins. 

Í öllum aðsteðjandi vanda þurfum við á þeirri staðfestu að halda, sem okkur tekst svo báglega ekki að finna við núverandi aðstæður.

 

Af tæknilegum ástæðum !  


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst