Áfram Lilja Mósesdóttir !

Áfram Lilja Mósesdóttir ! Lilja Mósesdóttir fer fyrir hópi þingmanna úr VG,Framsókn og Borgara í flutningi frumvarps um það, að ekki megi leita

Fréttir

Áfram Lilja Mósesdóttir !

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

Lilja Mósesdóttir fer fyrir hópi þingmanna úr VG,Framsókn og Borgara í flutningi frumvarps um það, að ekki megi leita fullnustu í öðrum eignum fasteignaeiganda en því veðsetta.

Samtök kerfiskurfa ríkisstarfsmanna, sem kalla sig Samtök Fjármálafyrirtækja rísa upp á afturfæturnar og mótmæla hástöfum ,vitna í stjórnarskrá osrfv. Segja þá sem hafi yfirveðsett sleppi of billega. Sem sagt fólkið, sem félagsmenn í samtökunum lánuðu og mikið, geti sloppið frá skuldunum.

Lítil rök eru þetta hjá því himinhrópandi óréttlæti sem hér ríkir, að leyfa skuldareigendum að slá sér eignir fólks á slikk og hneppa það síðan í skuldafangelsi ævilangt, gera það gjaldþrota og rúínera til eilífðar. Knýja það til landflótta ef ekki vill betur.

Ég styð það sjónarmið, að lánveitandi geti aldrei gengið að öðrum eignum skuldara en því sem hann hefur veðsett. Sama hvaða nafni nefnist.  Hversvegna eiga starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem lána vinum og kunningjum, eða þá öðrum fé útá ónýtar tryggingar, að fá einhverja sérmeðferð vegna afglapa í starfi? 

Innheimtuaðferðir þær sem hér hafa tíðkast eru þvílíkt óréttlæti að það hálfa væri nóg. Allt miðast við það leiðrétta mistök lánveitendanna en ekki gera til þeirra kröfur um vönduð vinnubrögð. Gera þeim kleyft að ýta út peningum í brjálaðri vogun, stuðla þannig að þeirri ofþenslu sem við höfum orðið vitni að og sett hefur þjóðfélagið í þá stöðu sem það er núna.

Ef maður fær lán til að kaupa Hummer jeppa gegn veði í jeppanum, þá er ekki við kaupandann að sakast ef hann greiðir ekki. Það er lánveitandinn sem er að gera vitleysuna. Ef einhver lánar útá 100 % í fasteign eins og bankafíflin gerðu og svo lækkar fasteignin stórkostlega í verði, þá á skuldareigandinn ekki að geta sótt fullnustu í Hummernum hjá skráðum eiganda. Svaranna er að leita í ábyrgri bankastarfsemi en ekki skotleyfi innheimtulögfræðinga á almenning eins og verið hefur.

Ég mun sjálfur fylgjast með framvindu þessa frumvarps. Ég heiti því að ég skal aldrei styðja neinn þann pólitískt sem greiðir atkvæði gegn þessari réttarbót.

Ég heiti á Hagsmunasamtök Heimilanna og öll önnur samtök fólks að láta sig þetta mál varða. Þetta er frumforsenda þess að hér vaxi upp stétt hæfra starfsmanna fjármálafyrirtækja, að hér geti þróast eðlileg útlánastarfsemi, að hér þróist heilbrigt útlánakerfi og að hér fái ekki þrifist stétt samviskulausra innheimtulögfræðinga, sem allt og mikið er til af.  

Lilja Mósedóttir ! Áfram með þetta frumvarp. Í þessu styð ég þig heilshugar !


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst