Andagift inn í daginn.

Andagift inn í daginn. Ég er mikið fyrir kvikmyndatónlist og spila hana oft til að vekja mér innblástur eða þá til að róa eða efla hugann eftir efnum. Mér

Fréttir

Andagift inn í daginn.

 Höfundur Jón Steinar Ragnarsson
Höfundur Jón Steinar Ragnarsson
Ég er mikið fyrir kvikmyndatónlist og spila hana oft til að vekja mér innblástur eða þá til að róa eða efla hugann eftir efnum.

Mér finnst ég hafa bloggað nóg um deilu og dægurefni og langar að byrja að blogga aftur á þeim nótum, sem ég gerði hér í upphafi. Tala um lífið, minningarnar, mannfólkið...  Það eru þættir í þessu lífi, sem eru verðmætari en allt það sem amstur okkar snýst um og maður er oft blindur á það. Eitthvað sem kemur að innan og býr hið innra, sem er göfugra en öll orð og athafnir. Það langar mig að snerta í næstu bloggum m.a.

Svona til að gefa tóninn inn í daginn og kveikja þessa þanka, þá langar mig að setja hér inn eitt lag úr kvikmyndaþríleiknum Lord of the Rings.  Eitt af því, sem róar hugann á kvöldin eða gefur tóninn fyrir komandi dag. Lagið heitir Evenstar og er sungið af hinni mögnuðu Armensk Kanadísku sópransönkonu Isabel Bayrakadarian. Senan sem sýnd er undir er afar falleg. Mér finnst líka rétt að sýna að ég á mér mýkri hliðar. Ekki fleiri orð um það.   

  Svo að lokum, þá rakst ég á skemmtilegan Japanskan Trailer af myndinni minni Ikíngut, þar sem heyra má hluta af gullfallegri tónlist Vilhjálms Guðjónssonar. Skemmtileg að sjá þetta svona á framandi tungu. Ég ætla mér að setja þá tónlist inn á bloggið mitt við tækifæri.

Smellið hér til að sjá myndbandið.  Þar sem formið á myndbandinu, er afar smátt á þessari síðu, þá bendi ég ykkur á að smella á hnappinn næst yst til hægri, neðst á rammanum og þá sést þetta full screen.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst