Atvinnuleysi peninga

Atvinnuleysi peninga er meginvandamál heimskreppunnar. Þeir eru atvinnulausir vegna þess að bankarnir hafa fjölgað þeim stjórnlaust. Og núna, þegar

Fréttir

Atvinnuleysi peninga

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
er meginvandamál heimskreppunnar. Þeir eru atvinnulausir vegna þess að bankarnir hafa fjölgað þeim stjórnlaust. Og núna, þegar vanskilaríkin birtast eitt af öðru, þá stendur fjármagnið frammi fyrir því að það hefur hvergi beitilönd. Þau eru öll í höndum landeigenda sem enginn treystir. Traustið er farið úr heiminum.

Pappírshrúgan er í uppnámi. Hvað á hún til bragðs að taka? Það vill hana enginn sem á nóg og þeir sem vilja hana hafa ekki traust til að fá hana. Catch 22. Hvað geta bankastrákar gert?

Það er hugsanlega hægt að fara í stríð eins og 1939 og brenna allar skuldir Evrópu og Asíu og veð upp. Fækka mannkyninu um nokkra milljarða. Hætt er við að sú lausn gangi ekki upp heldur nú til dags. En sífellt fleiri milljarðar fólks og sífellt fleiri peningar hljóta að eiga sín takmörk einhversstaðar.Jörðin er ekkert að stækka, vatnið og loftið ekki heldur.

Hinn hagræni maður hegðar sér aldrei hagrænt. Hann vill ekki lána neinum þeim fimmtíukallinn sinn sem hann heldur að geti ekki borgað til baka. En hann er til að leggja fram og veðja hundrað kalli með tapsáhættu ef hann á sjans á tíkalli í gróða. Því í flestum tilfellum á hann sjálfur ekki hundraðkallinn, hann er bara tala á blaði því hann er bara rafrænn peningur bankakerfisins.

Murphy segir sjálfur, að það sé ósiðlegt að láta bjálfa halda peningum sínum. Þetta veit bankakerfi heimsins upp á hár og stjórnmálamenn vita þetta líka margir hverjir nema þeir allra vitlausustu. Bjálfinn kann ekkert að fara með umframpeninga. Fyrsta skrefið er því að ljúga bjálfann fullan og vekja upp græðgina í honum, eftir það gengur allt eins og í sögu.Bernie Madoff sannaði hversu flest fólk sem á aura er gráðugt og hversu auðvelt er fyrir refinn að spila á græðgina. Hann átti miklu fremur að fá Óskarsverðlaun heldur en að fara í tugthús því að svona menn eru uppspretta hagvaxtarins sem svo sárlega vantar þegar þeir hverfa.

Því þegar bjálfinn hættir að trúa þá verða peningarnir atvinnulausir.


Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst