Aukum kvótann strax!
halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/month/2010/3/ | Rebel | 15.03.2010 | 07:25 | Robert | Lestrar 236 | Athugasemdir ( )
Aukum við kvótann
strax. Það veður fiskur um allan sjó. Látum ekki einhverja
reglustikukalla á Hafró ákveða það að skipta meiri skorti meðal
þjóðarinnar. Hann er þegar nógur. Af hverju veiðum við ekki meira
núna í ár og næsta ár og reynum svo að hugsa málið aftur eftir þann tíma
ef vera kynni a kreppunni hefði linað eitthvað.Bjarni
Benediktsson(eldri) sagði að heldur skyldum við drepa fiskinn en fólkið.
Nú er neyð í landinu. .Nú þurfum við á að halda öllu sem við getum.
Auka við framleiðslu í sjávarútvegi og landbúnaði. Setja á sem allra
mest, rækta,heyja, veiða og vinna.
Er enginn þingmaður með snefil af skilningi á því á hverju þessi þjóð lifir ? Vantar okkur ekki nýtt þing í hvelli ? Þetta núverandi dugar greinilega ekki.
New Deal sagði Roosewelt ! Gefum uppá nýtt.Komum okkur upp úr hjólfari kyrrstöðunnar.Burt með þetta ónýta þing og þessa handónýtu ríkisstjórn sem getur ekki hugsað nema í nýjum lánum og skiptingu skortsins.
Aukum kvótann strax!
Athugasemdir