Bara leikstjóri - ekki kvenleikstjóri
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna átti 100 ára afmæli 8.mars. Í fyrsta sinn í sögu Óskarsverðlaunanna fékk KONA verðlaun fyrir leikstjórn en þau voru afhent daginn áður. Hollywood er þannig smám saman að færast nær 21 öldinni og Evrópu að þessu leyti.
Tímaritið Economist birtir grein 13.mars sem fjallar um Hollywood sem Hollow-wood. Þar er fjallað um að atgervisflótti frá Hollywood framleiðslunni sé hafinn fyrir allnokkru síðan.kathryn bigelow
Í listrænu tilliti finnst mér Evrópskar myndir almennt hafa mikið forskot á Hollywood. Mér finnst nýjustu Hollywoodmyndirnar snúast að mestu um fjölbreyttar tæknibrellur. Ég nefni þrívíddartæknina sem dæmi, sem enn og aftur er enduvakin. Minna er lagt upp úr sögunni eða boðskapnum sem myndin byggir á.
Það vakti athygli mína og vafalítið fleiri jafnréttissinnaðra einstaklinga að Óskarsverðlaunahafinn 2010, Kathryn Bigelow hefur lagt upp úr því að skapa sér ímynd sem leikstjóri, en vill EKKI leggja áherslu á að hún sé kvenleikstjóri.
Rannsóknir sem tengjast mannauðsstjórnun hafa sýnt að konur sem starfa í mjög karllægu starfsumhverfi velja gjarnan þessa leið, að aðgreina sig ekki frá hópnum meira en nauðsynlegt er.
Unnu saman að stórmynd |
Athugasemdir