Björgunarsveitin Strákar nær í rusl í Héðinsfjörð
Fyrir stuttu síðan fóru meðlimir í Björgunarsveitinni Strákum ásamt Kristni Reimarssyni frá Fjallabyggð að sækja rusl sem Gestur Hansson og kona hans Hulda Friðgeirsdóttir voru búin að tína saman og setja í hrúgur í Héðinsfirði og unnu þau það starf með hjálp Veraldarvina. Farið var yfir í Héðinsfjörð á björgunarskipinu Sigurvin og voru 2 gúmmítuðrur hafðar með til að ferja ruslið frá fjörunni yfir í Sigurvin.
Það verður að segja alveg eins og er að þetta magn af rusli sé hreint ótrúlegt. Og bara úr Héðinsfirðinum. Hvernig eru þá fjörurnar í kring um landið sem ekki er búið að hreinsa?
Þetta er vægast sagt hrikalegt og vonandi förum við að hugsa aðeins meira út í náttúruna og umhverfið þegar við skiljum eftir okkur plastrusl og dót.
Á vef Fjallabyggðar er hægt að sjá nánari upplýsingar um hreinsunarstarfið. Sjá hér.
Hér eru svo nokkur myndbönd sem tekin voru í þessari ferð.
Athugasemdir