Björgunarsveitin Strákar og Bs. Sigurvin fá liðstyrk
Björgunarsveitin Strákar og björgunarskipið Sigurvin fékk góðan liðstyrk nýlega þegar skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar gengu til liðs við sveitina og bættust við áhöfn Sigurvins.
Þegar búið var að skrá drengina inn í björgunarsveitina var farin kynnisferð um borð í Bs. Sigurvin þar sem Ómar Geira umsjónarmaður bátsins fór yfir vélbúnað, siglingartæki og björgunartæki skipsins.
Fljótlega verður farið í verklegar æfingar á sjó og menn fá að reyna sig á skipinu og æfa sig á þeim björgunartækjum sem eru um borð í skipinu.
Kærkomin liðstyrkur sem björgunarsveitin hefur fengið til liðs við sig og um að gera að setja eitt læk við það.
Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir af drengjunum þar Ómar Geira umsjónarmaður skipsins er að kynna fyrir þeim bátinn.
Hér eru drengirnir komnir um borð og Ómar byrjaður að sýna þeim skipið.
Gústi Dan og Jón Karl að máta sig við efra stýrið.
Málin rædd.
Leno og Jón Karl hressir.
Hannibal og Óli Siggi að skoða Caterpillarinn.
Það var engu líkara en Óli Siggi væri að sjá gamlan vin aftur eftir áratuga viðskilnað, gleðin var svo mikil í vélasalnum.
Leno sáttur við hjálminn.
Siglingartækin skoðuð.
Gústi Dan, Óli Gunnars, Ómar Geira og Leno að ræða málin. En þess má geta að mikil gleði greip um sig hjá strákunum þegar þeir heyrðu að það væri frítt væfæ um borð fyrir skipstjóra og vélstjóra.
Hannibal og Óli Siggi að ræða um allskonar smurolíur, síður og allt mögulegt sem viðkemur vélbúnaði skipa.
Ómar að sýna kranann sem notaður er til þess að ná einhverju upp úr sjó.
Allt á sínum stað.
Hér er svo hluti áhafnar á Bs. Sigurvin. Pétur Bjarna, Jón Karl, Hannibal, Gústi Dan, Leno Passaro, Óli Siggi, Guðmundur Gauti, Ómar Geira og Óli Gunnars.
Athugasemdir