Björgunarsveitin Strákar þakkar fyrir stuðninginn í kvöld

Björgunarsveitin Strákar þakkar fyrir stuðninginn í kvöld Félagar í Björgunarsveitinni Strákum vilja koma fram kærum þökkum til þeirra sem studdu okkur í

Fréttir

Björgunarsveitin Strákar þakkar fyrir stuðninginn í kvöld

Félagar í Björgunarsveitinni Strákum vilja koma fram kærum þökkum til þeirra sem studdu okkur í kvöld. 

Sérstakar þakkir fá Gis Johannsen, Ingvi Rafn,Katrín og Júlía Árnadætur sem voru í kántrý Gis-bandinu og voru þeir alveg hrikalega skemmtileg, Segull 67 fær kærar þakkir fyrir að skaffa okkur húsnæði fyrir þessa tónleika og styrkinn frá sölu kvöldsins, Strákarnir á Torginu fyrir að bjóða þessum frábæru listamönnum í mat og drykk (óumbeðið, virkilega vel gert Torgið resturant!!).  Danni P fyrir lánið á hljóðkerfi, stól, mæk og allskonar snúrum o.sv.fr.  Torfi fær kærar þakkir fyrir að vera milliliður í því að fá þessa listamenn til okkar og að sjálfsögðu fá allir þeir sem studdu okkur í kvöld með því að mæta kærar þakkir fyrir. Þið eruð gjörsamlega æðisgengin!! 

Vonandi verður hægt að halda svona aftur í Segul 67 á næsta ári og með sömu listamönnum. 

En þess má geta að Björgunarsveitin er að safna fyrir dróna til þess að notast við í leit og björgun og þessir tónleikar hjálpuðu okkur ótrúlega mikið í þeirri söfnun og gáfu okkur gott start.

Takk enn og aftur fyrir okkur.

Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir sem teknar voru á styrktartónleikunum í kvöld. 

Hér er slóðin á facebook síðu Björgunarsveitarinnar, endilega setjið eitt læk við okkur og fylgist með því sem við erum að gera :  
https://www.facebook.com/bjorgunarsveitin.strakar/?ref=aymt_homepage_panel

Fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Stráka,

Jón Hrólfur.


BjörgóSegull 67 er vægast sagt glæsilegur staður.

BjörgóHér eru þeir Gis og Ingvi byrjaðir að stilla saman strengi.

BjörgóRut og Alli mættu að sjálfsögðu til að styrkja Stráka.

Björgó

BjörgóSigga Salla og Ólöf.

Björgó

Björgó

Björgó


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst