Bókagleypir

Bókagleypir Ljóð Þórarins Eldjárns úr ljóðabók hans Óðfluga (1991). BókagleypirHann [Þórir Strumpur] borðar bækur,það byrjaði upp á grín, en varð

Fréttir

Bókagleypir

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Ljóð Þórarins Eldjárns úr ljóðabók hans Óðfluga (1991).

Bókagleypir

Hann [Þórir Strumpur] borðar bækur,
það byrjaði upp á grín, en varð svo kækur.
Núorðið þá vill hann ekkert annað,
alveg sama þó að það sé bannað.

Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
hann kemst ekki af með minna en heilan stafla.
Hann er víða í banni í bókasöfnum,*
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.

Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fær sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst að maginn muni skána
í mörgum við að bíta í símaskrána.

Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst