Brottkast ekki vandamál við Ísland
http://bvg.is/blogg/2011/06/brottkast-ekki-vandamal-vid-island | Rebel | 27.06.2011 | 23:19 | Robert | Lestrar 339 | Athugasemdir ( )
Sagt hefur verið frá því í fréttum að allt að helmingi alls sjávarafla í Norðursjó sé kastað dauðum fyrir
borð. Sé þetta rétt þýðir það að brottkast er um 50%, þ.e. að öðrum
hverjum fiski er hent fyrir borð. Ljótt er ef satt er.Umræðan um brottkast á Íslandsmiðum hefur sömuleiðis verið langvinn og
hávær. Þegar ég var að byrja minn sjómannsferil þótti það ekkert
tiltökumál að henda fiski í sjóinn. Það var gert af ýmsum ástæðum.
Fiskurinn gat verið verðlítill eða jafnvel verðlaus, hann þótti kannski
of smár til að hirða, veiði var stundum það mikil að ekki hafði undan að
við að koma aflanum í lest o.s.frv. Með tímanum breyttist þetta og smám
saman dró úr brottkasti sem er í dag ekki teljandi vandamál hér við
land. Reyndar er það svo að líklega hafa aldrei verið nýttar jafn margar
fiskitegundir hér við land eins og einmitt núna. Það hefur orðið
hugarfarsbreyting meðal sjómanna og útgerðarmanna hvað þetta varðar á
undanförnum tveim áratugum eða svo. Menn eru smám saman að gera gangast
við því að fiskistofnarnir eru ekki ótæmandi auðlind og því beri okkur
að fara vel með þá. Umgengnin við hafið almennt hefur almennt
stórbatnað, bæði hvað varðar nýtingu fiskistofna, brottkast er
hverfandi, ásamt því að nú er úrgangi ekki hent í sjóinn eins og áður
þótti sjálfsagt að gera. Hið gamla máltæki um að lengi taki sjórinn við
lýsir því aðeins gömlum og úreltum hugsunarhætti fyrri tíma.
Brottkast er því sem betur fer ekki lengur teljandi vandamál á Íslandsmiðum, þó orðræðan sé oft á annan veg.
Brottkast er því sem betur fer ekki lengur teljandi vandamál á Íslandsmiðum, þó orðræðan sé oft á annan veg.
Athugasemdir