Byssa ræningjans.
Í Bandaríkjunum kostar bensínið 100 kall lítrinn. Bílar eru tollfrjálsir. Þar leggja menn mikið af vegum og láta umferðina borga fyrir veginn. Þar dettur frjálsbornum mönnum ekki í hug að setja GPS staðsetningartæki í hvern mann til að stjórnvöld geti staðsett hann. Þar eru tollhlið þar sem þú borgar fyrir að keyra í gegn. Þú getur líka keypt E-pass þar sem tölva les notkunina um leið og þú brunar í gegnum tollhlið.
Gjöldin eru lág enda umferðin grundvöllur efnahagslífsins en ekki sláturfé eins og kommúnistar hugsa. Hinsvegar standa þér alltaf aðrar akstursleiðir opnar milli staða ef þú vilt ekki borga fyrir notkunina á fína veginum. Þú getur sparað þér tollinn en þú hefur valið.Hér dettur ráðamönnum eins og Siglufjarðarstrumpinum aldrei í hug að horfa neitt annað en til föðurlanda sósíalismans í Evrópu. Þrefalda bensínverðið með sköttum fyrst og tvöfalda bílverðið með tollum, Setja svo girðingar á akstursleiðir til að skattleggja alla sem eiga erindi á milli A og B. Engin hjáleið heldur byssa ræningjans.
Þetta er liðið sem við kjósum til að stjórna okkur. Þetta er sá hugsunarháttur sem er að keyra okkur inní Evrópusambandið með góðu eða illu. Það er að verða ólíft í landinu við þetta lið í ríkisstjórn. Engin von, engar framfarir, ekkert ! Skattar og meiri skattar, forræðishyggja, stóri bróðir allstaðar.
Og byssa ræningjans notuð til að þú borgir.
Athugasemdir