Davíð og Mogginn.

Davíð og Mogginn. Makalaus er umræðan búin að vera um ráðningu Davíðs Oddssonar að Morgunblaðinu. Engan mann óttast kratarnir meira en Davíð og

Fréttir

Davíð og Mogginn.

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
Makalaus er umræðan búin að vera um ráðningu Davíðs Oddssonar að Morgunblaðinu. Engan mann óttast kratarnir meira en Davíð og er aðsóknin í hlutfalli við það. Davíð er talsmaður Samfylkingarinnar í þeim skilningi að að tali Davíð þá stjórnar hann umræðunni hjá krötunum í marga daga á eftir.
Ég var á fjölmennum fundi með Sjálfstæðismönnum. Þar spurði einn ræðumaður hversu margir viðstaddra keyptu Moggann? Liðugur helmingur rétti upp höndina. Hversu margir ætluðu að segja upp Mogga spurði hann ? Engin hönd kom á loft. Hversu margir ætla að taka áskrift á Moggann ? Flestir þeirra sem eftir voru réttu upp höndina.

Kratar dreifa nú sögum um að skriðan af áskrifendum Mogga hafi nú sagt upp blaðinu vegna ráðningar Davíðs. Fróðlegt verður að vita hvort áskrifendum fækkar eða fjölgar þegar frá líður.

Davíð kom í sjónvarpið og ræddi við Sölva um nýja starfið. Mér varð hugsað til þess, hvernig Davíð hefði brugðist við ástandinu núna hefði hann verið við völd og verið í blóma lífsins. Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í Icesave? Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í þágu heimilanna? Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í gjaldeyrismálum ? Ætli hann hefði hikað við að tala umbúðalaust við AGS ?

Davíð var leiðtogi sem fáir sem nú er í stjórnmálum jafna sig til. Það er sú staðreynd sem krötunum og kommatittunum gengur erfiðast að átta sig á og fer hann þess vegna svo í taugarnar á þeim.. Sýnist mönnum í afturvirkum samanburði Jóhanna vera leiðtogi ? Steingrímur J. ? Ólafur Ragnar Grímsson ?  Líklega er Steingrímur þó helst með einhverja leiðtogatilburði en kemst ekki uppúr marxísku hjólfari sínu og því fer sem fer að hann er fjötraður í ríkisstjórn hiks og ráðleysis, sem þjóðinni er bráð nauðsyn á að losna við sem fyrst.

Jón Þór sagnfræðingur Baugs í Fréttablaðinu er ekki í vafa um að erindi Davíðs á Moggann sé að endurskrifa fortíðina svo hann geti mótað framtíðina.

Talandi fyrir mig vildi ég heldur láta Davíð um að reyna að móta framtíð þjóðarinnar heldur en núverandi ríkisstjórn áframhaldandi kreppu, atvinnuleysis, hafta, ríkisrekstrar og skattahækkana.

Það verður ekki hlutverk Morgunblaðsins að koma með ráðleggingar til ríkisstjórnarinnar um lausnir á vandanum. Enda er henni um megn að skilja markaðsforsendur frjálshyggjunnar hvað þá nútíma frelsishugmyndir. Því framlengist kreppan sem hennar valdatíð nemur.

Á meðan fylgjumst við með Davíð og Mogganum.


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst