Dýr fjölskylda !
Dóttirin, Svandís Svavarsdóttir, er alveg klár á því að engin orka sé í boði handa frekari stóriðju. Því slær hún Suðurlínu af til þess að engin orka berist til netþjónabúa í Keflavík eða álvers í Helguvík. Hún afsalar sér íslenzka ákvæðinu um losunarkvóta, sem er talinn jafnvirði 15 MILLJARÐA Á ÁRI og setur okkur í KAUPENDAHÓP slíkra kvóta. Þrátt fyrir það að af 80 Terawattstundum virkjanlegrar orku á Íslandi hafi aðeins 18 verið virkjuð, þá er þetta nóg fyrir hana til að sparka Alcoa á dyr því hér sé enga orku að hafa. Hún er líka klár á því fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, að hún hafi ekkert við frekari lán til orkuöflunar að gera. Hún sé nægilega skuldsett fyrir. þvílík mannvitsbrekka er hún Svandís Svavarsdóttir.
"Grát ástkæra fósturmold" sagði einu sinni hryggur maður í sínu heimalandi.
Getur maður horft þurrum augum á slíka meðferð á landinu sínu og þjóðar í fjötrum?
Hvaða verð erum við tilbúin að borga fyrir eina dýra fjölskyldu og hversu lengi ?
Ein dýr fjölskylda ræður för heillar þjóðar fram af bjargbrúninni !
Athugasemdir