Dýr fjölskylda !

Dýr fjölskylda ! Faðirinn, Svavar Gestsson, var sendur að semja um Icesave. Hann vildi spara dagpeningana og nennti ekki að sitja lengur yfir þessu

Fréttir

Dýr fjölskylda !

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
Faðirinn, Svavar Gestsson, var sendur að semja um Icesave. Hann vildi spara dagpeningana og nennti ekki að sitja lengur yfir þessu stagli. Skrifaði undir blankótékk fyrir hönd mín og annarra að borga hvað sem væri með vöxtum til Breta og Hollendinga. Flokksforinginn, Steingrímur J. fagnaði glæsilegri niðurstöðu í samningum sem hann hálfu ári fyrr vildi ekkert hafa með með að gera. Stefnufesta Steingríms í þessu máli og ESB málinu vekur líka óskipta aðdáun allra sem á horfa.

Dóttirin, Svandís Svavarsdóttir, er alveg klár á því að engin orka sé í boði handa frekari stóriðju. Því slær hún Suðurlínu af til þess að engin orka berist til netþjónabúa í Keflavík eða álvers í Helguvík. Hún  afsalar sér íslenzka ákvæðinu um losunarkvóta, sem er talinn jafnvirði 15 MILLJARÐA Á ÁRI og setur okkur í KAUPENDAHÓP slíkra kvóta.  Þrátt fyrir það að af 80 Terawattstundum virkjanlegrar orku á Íslandi hafi aðeins 18 verið virkjuð, þá er þetta nóg fyrir hana til að sparka Alcoa á dyr því hér sé enga orku að hafa. Hún er líka klár á því fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, að hún hafi ekkert við frekari lán til orkuöflunar að gera. Hún sé nægilega skuldsett fyrir. þvílík mannvitsbrekka er hún Svandís Svavarsdóttir.

"Grát ástkæra fósturmold" sagði einu sinni hryggur maður í sínu heimalandi.

Getur maður horft þurrum augum á slíka meðferð á landinu sínu og þjóðar í fjötrum?

Hvaða verð erum við tilbúin að borga fyrir eina dýra fjölskyldu og hversu lengi ?

Ein dýr fjölskylda ræður för heillar þjóðar fram af bjargbrúninni !


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst