Einkabú, samyrkjubú eða hreinn ríkisrekstur?

Einkabú, samyrkjubú eða hreinn ríkisrekstur? Bújarðir og hvers kyns ræktun matvæla á þeim er atvinnurekstur eins og hver annar og ætti því að lúta sömu

Fréttir

Einkabú, samyrkjubú eða hreinn ríkisrekstur?

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Bújarðir og hvers kyns ræktun matvæla á þeim er atvinnurekstur eins og hver annar og ætti því að lúta sömu lögmálum og annar fyrirtækjarekstur í landinu.  Fyrirkomulagið á þessum rekstri er núna sá, að ríkið úthlutar hverju búi ákveðnu hámarki, sem þar má framleiða og greiðir síðan bændunum bein laun til viðbótar við þær skertu tekjur, sem þeir geta aflað sér með framleiðslunni.

Þannig má segja að hver einasti bóndabær á landinu sé í samrekstri bóndans og ríkisins og hömlurnar á framleiðslunni verða til þess, að bændur eru fastir í sama framleiðslufarinu til eilífðar og hafa afar takmarkaða möguleika á að stækka bú sín og auka þannig tekjurnar og samkeppnismöguleikar milli búa er enginn.

Þetta fyrirkomulag á búrekstri er komið í algerar ógöngur og bráðnauðsynlegt að stokka allt kerfið upp og annað hvort á að reka búin eins og hver önnur fyrirtæki í áhætturekstri, eða ríkið taki alfarið við framleiðslunni og stofni um hana samyrkjubú í anda Sovétríkjanna sálugu.

Reynslan af rekstri samyrkjubúa og annarrar ríkisrekinnar matvælaframleiðslu hefur hins vegar hvergi skilað tilætluðum árangri og væri því frekar reynandi að einkavæða bújarðirnar að fullu, ríkið drægi sig alfarið út úr rekstrinum og bændum gefinn kostur á að stækka bú sín og keppa síðan á markaði á jafnréttisgrundvelli.

Á meðan bændur sjálfir kjósa að vera hálfgerðir ríkisstarfsmenn, verður líklega seint komist út úr þessu haftakerfi fortíðarinnar.  Það þarf nýja hugsun í þessu efni, bæði hjá bændum og stjórnmálamönnum, sem réttlæta þetta úrelta kerfi í nafni umhyggju fyrir neytendum.

Hagur neytenda og bænda fer saman í því, að nútímavæða landbúnaðinn.


mbl.is Heimdallur gagnrýnir refsiheimild

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst