Eitt og annað framundan
sksiglo.is | Rebel | 13.01.2009 | 05:47 | Robert | Lestrar 302 | Athugasemdir ( )
Það er margt spennandi framundan á nýju ári. Á íþróttasviðinu stefni ég að því að fara með
iðkendur mína í frjálsum á nokkur mót á næstu vikum auk þess sem ég ætla sjálfur að taka þátt í
Íslandsmóti öldunga um miðjan febrúar. Þar er maður víst kominn upp um einn aldursflokk svo þar hefur maður ný markmið að
stefna að. Átakið í ræktinni er komið í fullan gang og svo er stefnan að halda því formi sem maður kemur sér í á
næstu vikum en ekki láta það drabbast niður.
Á ritvellinum eru áform um að senda frá sér tvö rit á næstu mánuðum, annars vegar gamansögur frá Siglufirði, helst fyrir páska, og síðan framhald af Æskumyndunum mínum í sumar. Hvað tónlistina varðar er stefnan óljósari en þó er ljóst að við félagarnir að vestan í Græna bílnum munum eitthvað gera saman á árinu því hátíðin Bíldudals grænar verður haldin í fjórða sinn í sumar og þar munum við a.m.k. koma saman. Hvort við förum út í það að taka upp ný lög og gefa út, sækja um að spila á Aldrei fór ég suður eða eitthvað annað skemmtilegt verður tíminn að leiða í ljós. Svo mun maður verða eitthvað á ferðinni með gítarinn að leika og syngja sín lög við ýmis tækifæri reikna ég með.
Undirbúningur að stofnun Ljóðasetursins er í gangi og mun fara á fullt innan tíðar því ég stefni að opnun þess í einhverri mynd í sumar. Ekki má svo gleyma ljóðaleik okkar Loga bróður úr Þorpinu hans Jóns úr Vör sem við erum að setja saman og munum sýna í kirkjum á Vestfjörðum í byrjun sumars og svo jafnvel víðar. Já, það er nóg um að hugsa þessa dagana eins og svo oft áður.
Á ritvellinum eru áform um að senda frá sér tvö rit á næstu mánuðum, annars vegar gamansögur frá Siglufirði, helst fyrir páska, og síðan framhald af Æskumyndunum mínum í sumar. Hvað tónlistina varðar er stefnan óljósari en þó er ljóst að við félagarnir að vestan í Græna bílnum munum eitthvað gera saman á árinu því hátíðin Bíldudals grænar verður haldin í fjórða sinn í sumar og þar munum við a.m.k. koma saman. Hvort við förum út í það að taka upp ný lög og gefa út, sækja um að spila á Aldrei fór ég suður eða eitthvað annað skemmtilegt verður tíminn að leiða í ljós. Svo mun maður verða eitthvað á ferðinni með gítarinn að leika og syngja sín lög við ýmis tækifæri reikna ég með.
Undirbúningur að stofnun Ljóðasetursins er í gangi og mun fara á fullt innan tíðar því ég stefni að opnun þess í einhverri mynd í sumar. Ekki má svo gleyma ljóðaleik okkar Loga bróður úr Þorpinu hans Jóns úr Vör sem við erum að setja saman og munum sýna í kirkjum á Vestfjörðum í byrjun sumars og svo jafnvel víðar. Já, það er nóg um að hugsa þessa dagana eins og svo oft áður.
Athugasemdir