Erkifjendur sænga

Erkifjendur sænga Ég starfaði hjá spænska flugfélaginu Iberia Airline of Spain í 3 ár   ...í gamla daga. Jú það er satt. Í meðfylgjandi frétt er

Fréttir

Erkifjendur sænga

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Ég starfaði hjá spænska flugfélaginu Iberia Airline of Spain í 3 ár   ...í gamla daga. Jú það er satt. Í meðfylgjandi frétt er fjallað um að Breska flugfélagið British Airways og spænska ríkisflugfélagið Iberia hafi gert samkomulag um samruna. Tilgangurinn er að stofna flugfélag sem verði í forystu í Evrópu. Iberia var einkavætt árið 2001 og þá eignuðust British Airways 13,2% í félaginu.

Mér varð hugsað til þessara Iberia-tíma einmitt nýverið þegar ég fór í gegnum gamlar myndir. Það átti að heita tiltekt og flokkun til undirbúnings fyrir skönnun og enn betri vistun. Skókassar hafa hingað til verið mín besta myndageymsla. En konan var sem sagt að ljúka enn einu ljósmyndanámskeiðinu í vetur og uppátækið sjálfsagt framhald af því. Lítið varð úr verki því margt skemmtilegt valt upp úr skókössunum sem gaman var að staldra við og rifja upp. Sumt hafði ég ekki skoðað í fjölda ára. Þar á meðal voru myndir frá "ferðaþjónustutímabili" lífs míns.

Ríkisstyrkt flugfélög voru lengi eins konar þjóðartákn, skrautfjöður eða óskabörn þeirra þjóða sem þau tilheyrðu.  Sabena, Swissair, Austrian Airlines, Alitalia, Olympic Airways, Iberia, SAS, British Airways, Air France, Lufthansa. Maður hélt þessa glæsilegu ósigrandi fáka háloftanna verða til staðar að eilífu eða þar um bil. :)

Miklar sviptingar í resktri flugfélaga hafa orðið síðustu 10 - 15 árin. Amerísku flugfélögin byrjuðu mun fyrr en þau evrópsku að sameinast/yfirtaka hvert annað til hagræðingar í rekstri. Líklega voru það ríkisstyrktu flugfélögin í Evrópu sem síðust lögðu upp laupana gegn sífellt harðara samkeppnisumhverfi, lægri fargjöldum og hærra olíuverði. (Ekki voru það launagreiðslur starfsmanna sem sliguðu reksturinn frekar en nú er í ferðaþjónustu). Ríkiskassar ýmissa landa hafa staðið undir margbreytilegum rekstri...Bandit 

Á MÍNUM Iberia árum hefði samruni með öðru félagi og allrasíst því breska þótt algjörlega óhugsandi. VIÐ (Iberia) vorum þjóðarsál Spánar fannst okkur. Tjallinn hefur jú ekki verið Evrópubúi no 1 á visældalistum spánverja.Wink

En svona getur neyðin kennt  - stundum.


mbl.is BA og Iberia í eina sæng

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst