Evrópa lögð í rúst; eftir Evru Brusselsdóttir
http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/ | Rebel | 19.03.2012 | 16:01 | Robert | Lestrar 504 | Athugasemdir ( )
Afrek evrunnar eru nú flestum sýnileg sem glitnisgöp. Efnahagur margra evrulanda er þegar hruninn. Þjóðargjaldþrotum evruríkja
fjölgar. Orsökin er myntin evra og fylgifiskar hennar. Ný lönd komast
hraðar og hraðar í svo kallaða "jaðar-stöðu" því jarðskorpa
myntbandalagsins molnar svo hratt úr moldarbörðum Brusselveldisins.
Byggingarbóla Spánar sem hönnuð var af peningayfirvöldum evrunnar,
leikur nú listir sínar í bankabókum fyrirmyndarbanka
fyrirmyndarregluverksins í myntbandalagi Evrópusambandsins. Þar opnar
enginn Urmull Jónsson gjaldeyrisreikning í neinum banka. Og neyðarfundir
evruríkja verða að fornleifafundum í þjóðhagsreikningum þeirra, frá
1989-2002. Berlín bólgnar út.
- Þrír kerfislega mikilvægir bankar Austurríkis þjóðnýttir
- Gjaldeyrishöft innleidd af seðlabanka Austurríkis
- Allir evrubankar Írlands gjaldþrota
- Grikkland þjóðargjaldþrota og 51 prósent atvinnuleysi hjá ungu fólki
- Portúgal og Spánn í þurrð á þriðja ári, með 23 prósent atvinnuleysi
- Ítalía sekkur áfram og lekur úr sér yfir herra G1
- Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn eys og eys myntsvæðið
- Fjórir banka-neyðarpakkar í Danmörku og sá fimmti í smíðum þrátt fyrir ERM II
- Maastrichtsáttmálinn rústir einar á 20 ára afmæli sínu
- Fjármálaleg borgarastyrjöld hefur geisað innvortis á evrusvæðinu frá 2008
- Gengi evru leyft að hækka um 100 prósent frá 2001-2008
- Þýskaland rústar sig til reiði og ræður nú í Evrópu
Aldrei
hefur eins áhrifamikið fyrirbæri og evra verið blásið út í Evrópu síðan
Adolf heitinn sprengdi Evrópuöryggið með Braun-hárþurrku konu sinnar
Fyrri færsla
If you think the European Central Bank’s policies have “bought time”, you should ask yourself: time for what? FT
Athugasemdir