Fáránleikinn í allri sinni dýrð!
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 07.07.2009 | 23:05 | Robert | Lestrar 298 | Athugasemdir ( )
Frétt dagsins er án nokkurs vafa að einkavinum Sjálfstæðisflokksins fengum landsbanka Íslands nánast ókeypis frá flokknum. Ein helstu rök Davíðs fyrir því að selja Björgólfsfeðgum við þriðja mann bankann voru þau að þannig kæmi mikill gjaldeyrir inn í landið af bjórpeningum félaganna sem þeir þóttust ætla að greiða bankann með. Það er rétt að muna það að þeir voru ekki með hæsta boð í bankann. En nú er annað komið í ljós.
Bruggararnir frá Rússlandi tóku innlent lán fyrir „kaupunum“ og hafa ekki einu sinni greitt nema helminginn af því í dag, sex árum eftir „kaupin“ og heimta svo afslátt af upprunalegu verði Landsbankans. Þeir fengum bankann á heila 11 milljarða á sínum tíma en á þeim stutta tíma sem þeir réðu yfir bakanum tókst þeim hinsvegar að drekkja honum í skuldum – og þjóðinni allri sömuleiðis. Nú fær þjóðin meira en hundraðfalt kaupverðið í hausinn sem ógreidda skuld við útlönd og dónarnir neita að borga restina af bankanum sem þá bætist við skuldasúpuna. Stundum er raunveruleikinn svo gjörsamlega fáránlegur að manni fallast hendur. En sjaldan eins og nú.
Hvað verður það á morgun?
Athugasemdir