Fjallahnjúkar af stað á ný
http://www.123.is/toti7/ | Rebel | 23.01.2009 | 20:20 | Stefna ehf | Lestrar 207 | Athugasemdir ( )
Meðlimir í Kvæðamanna-félagsskapnum Fjallahnjúkum höfðu mikil áform um
að vera duglegir að hittast í vetur og kveða saman en minna hefur orðið
úr því en til stóð. En nú á að bretta um ermar og hittast einu sinni í
viku og komum við saman í gær í fyrsta sinn á nýju ári. Áhersla verður
lögð á kvæðalög og/eða texta sem tengjast Siglufirði og erum við svo
heppin að hafa með okkur sprenglærða tónlistarkonu, sem vinnur þessa
dagana að verkefni á Þjóðlagasetrinu, og mun hún kveða með okkur og
veita okkur tilsögn. Er hugmyndin sú að hópurinn, sem telur nú
sjö manns, hafi nokkur kvæðalög á takteinum og geti flutt þau við ýmis
tækifæri án sérstaks undirbúnings. En fyrst og fremst erum við þó að
þessu ánægjunnar vegna.
Athugasemdir