Fjallahnjúkar af stað á ný

Fjallahnjúkar af stað á ný Meðlimir í Kvæðamanna-félagsskapnum Fjallahnjúkum höfðu mikil áform um að vera duglegir að hittast í vetur og kveða saman en

Fréttir

Fjallahnjúkar af stað á ný

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Meðlimir í Kvæðamanna-félagsskapnum Fjallahnjúkum höfðu mikil áform um að vera duglegir að hittast í vetur og kveða saman en minna hefur orðið úr því en til stóð.  En nú á að bretta um ermar og hittast einu sinni í viku og komum við saman í gær í fyrsta sinn á nýju ári.  Áhersla verður lögð á kvæðalög og/eða texta sem tengjast Siglufirði og erum við svo heppin að hafa með okkur sprenglærða tónlistarkonu, sem vinnur þessa dagana að verkefni á Þjóðlagasetrinu, og mun hún kveða með okkur og veita okkur tilsögn.  Er hugmyndin sú að hópurinn, sem telur nú sjö manns, hafi nokkur kvæðalög á takteinum og geti flutt þau við ýmis tækifæri án sérstaks undirbúnings.  En fyrst og fremst erum við þó að þessu ánægjunnar vegna.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst