Fjörugir dagar framundan

Fjörugir dagar framundan Það verður mikið um að vera næstu dagana.  Annað kvöld fer listganga Ferðafélags Siglufjarðar fram í annað sinn en þá verða

Fréttir

Fjörugir dagar framundan

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Það verður mikið um að vera næstu dagana.  Annað kvöld fer listganga Ferðafélags Siglufjarðar fram í annað sinn en þá verða vinnustofur listamanna og handverkshús í bænum heimsótt.  Þessi ganga heppnaðist einstaklega vel á aðventunni í fyrra og verður vonandi svo aftur.  Vitað er að töluverður hópur fólks ætlar að mæta í gönguna og skoða hvað lista- og handverksmenn bæjarins eru að sýsla og jafnvel versla eitthvað fyrir jólin.  Ég mun verða með gítarinn á lofti og syngja jólalög á einum viðkomustaðnum. 
Á föstudaginn munum við Danni syngja og spila jólalög í Sparisjóðnum og þá um kvöldið verða litlu jólin hjá blökurum staðarins en þær skemmtanir eru víðfrægar og hafa verið einstaklega skemmtilegar undanfarin ár ef ekki áratugi.  Á laugardaginn er svo síðasti tíminn í íþróttaskólanum fyrir jól og þessa helgi verður klárað að skreyta fyrir blessuð jólin.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst