Flokkshollusta

Flokkshollusta Er nokkuð óþekkt fyrirbrigði hjá vinstri mönnum. Þetta má glöggt sjá í bréfi Karólínu Einarsdóttur :"Með þessu bréfi segi ég mig úr

Fréttir

Flokkshollusta

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

Er nokkuð óþekkt fyrirbrigði hjá vinstri mönnum.

Þetta má glöggt sjá í bréfi Karólínu Einarsdóttur :

"Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins.Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um..... Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið......

 Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að persónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins........ "

Vinstri menn þrá fátt heitara en að fá svona fréttir af Sjálfstæðisflokknum. Þeim hefur aldrei orðið að ósk sinni. Af hverju ekki? Það er af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hugsjón að byggja á. Hún liggur fyrir frá 1929 og er skrifleg og einföld svo allir skilja. Hún hefur gert  Sjálfstæðisflokkinn að því sem hann er.

Hver veit fyrir hvað flokkur eins og Vinstri Hreyfingin-Grænt Framboð stendur fyrir? Er það einhversstaðar skráð?  Blasir ekki við að menn hafa þá stefnu sem gefur best í aðra hönd hverju sinni? Snýst ekki allt um það að ákveðnir flokksbroddar séu ráðherrar? Víli og díli daglega sjálfum sér til dýrðar? Skítt með allar hugsjónir ?

Núverandi klemma leysist ekki fyrr en VG hrynur í frumeindir sínar og fólkið í landinu sér að það hefur elt mýrarljós út á evrópufrerann þar sem kjarasamningaskálkar hrópa hó í sinn hverri áttinni.

Það verða ábyrgir stabílir stjórnmálaflokkar að koma að stjórninni, ekki flokkar sem eru eins og þeir séu úr kvikasilfri, þar sem droparnir geta runnið saman eða slettst út um allt. Stjórnmál eru langhlaup þó nóg sé af hirðfíflum og trúðum til að bjóða þjónustu sína við skyndilausnir  fyrir góða borgun og þægindi.

Það verður flokkshollustan sem límir saman björgunarliðið.


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst