Frá Rvk.studios

Frá Rvk.studios Sælir kæru Siglfirðingar og nærsveitungar. Nú er komið að því að við ætlum að demba okkur í tökur á seríu 2 í þáttaröðinni “Ófærð”. Hún

Fréttir

Frá Rvk.studios

Sælir kæru Siglfirðingar og nærsveitungar.

Nú er komið að því að við ætlum að demba okkur í tökur á seríu 2 í þáttaröðinni “Ófærð”. Hún verður að sjálfsögðu mynduð að hluta til í fallega firðinum ykkar.

 

Við munum hefja tökur 13. október næstkomandi og reiknum með að vera fram í byrjun nóvember.

 

Eins og síðast þá fylgir okkur talsvert umstang, fyrirferð og næturbrölt. Eftir fremsta megni munum við þó vanda okkur og vinna í samstarfi við bæjarbúa.

 

Við erum alltaf jafn heilluð af staðnum og fólkinu og erum mjög spennt að koma aftur.

 

Hlökkum til að sjá ykkur !

 

 

Kv. Starfsfólk Ófærðar 2.

 


Athugasemdir

30.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst